Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 07:32 Jürgen Klopp og Jordan Henderson þegar þeir voru báðir í leiðtogahlutverki hjá Liverpool. Getty/Sebastian Frej Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra. Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira