Innlent

Þau skipa lista Vinstri grænna í Suður­kjör­dæmi

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Þormóður Logi Björnsson, Helga Tryggvadóttir og Guðmundur Ólafsson skipa efstu fimm sæti lista VG í Suðurkjördæmi.
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Þormóður Logi Björnsson, Helga Tryggvadóttir og Guðmundur Ólafsson skipa efstu fimm sæti lista VG í Suðurkjördæmi.

Hólmfríður Jennýar Árnadóttir, ritari Vinstri grænna, leiðir framboðslista flokksins í Suðurkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Listar flokksins í kjördæminu voru samþykktir á fundi kjördæmisráðs í kvöld, með öllum greiddum atkvæðum.

Hólmfríður er leik- og grunnskólakennari og starfar sem leikskólastjóri í Reykjanesbæ. Hún var kjörin ritari Vinstri grænna á landsfundi flokksins í Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Hún situr í stjórn Isavia, stjórn Leigufélagsins Bríetar og Eignasjóðs Reykjanesbæjar auk þess að sitja í stjórnum FKA og RKÍ á Suðurnesjum.

Annað sæti listans skipar Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem hefur, samkvæmt tilkynningunni, alla tíð sinnt fjölbreyttum bústörfum á blönduðu búi. Pálína er með BS gráðu í sálfræði og MA í félagssálfræði. Hún hefur unnið á leikskóla sem hópstjóri og sérkennslustjóri, sem ráðgjafi hjá Attentus og nú síðast sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen matvælaráðherra.

Í þriðja sæti er Þormóður Logi Björnsson, aðstoðarskólastjóri í Akurskóla í Reykjanesbæ. Fjórða sætið vermir Helga Tryggvadóttir, sálfræðingur og námsráðgjafi frá Vestmannaeyjum. Guðmundur Ólafsson búfræðingur á Búlandi í Rangárþingi eystra skipar svo fimmta sætið.

Listinn í heild sinni: 

  • 1. Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri, Reykjanesbæ
  • 2. Pálína Axelsdóttir Njarðvík, félagssálfræðingur og fyrrverandi aðstoðarmaður, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
  • 3. Þormóður Logi Björnsson, aðstoðarskólastjóri, Reykjanesbæ
  • 4. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjum
  • 5. Guðmundur Ólafsson, búfræðingur, Rangárþing eystra
  • 6. Sædís Ósk Harðardóttir, deildarstjóri, Árborg
  • 7. Ævar Pétursson, tannsmiður, Reykjanesbæ
  • 8. Kristín Magnúsdóttir, jafningjaráðgjafi, Reykjanesbæ
  • 9. Þórólfur Sigurðsson, háskólanemi, Árborg
  • 10. Þorbjörg Elísabet Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi, Reykjanesbæ
  • 11. Hallbjörn Valgeir Fríðhólm Rúnarsson, þroskaþjálfi, Grímsnes- og Grafningshreppi
  • 12. Svanhvít Helga Jóhannsdóttir, kennari í fjallamennsku, Sveitarfélaginu Hornafirði
  • 13. Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur, Árborg
  • 14. Gunnhildur Þórðardóttir, skáld og myndlistarkona, Reykjanesbæ
  • 15. Hörður Þórðarson, leigubílsstjóri, Vestamannaeyjum
  • 16. Ágústa Eygló Backman, eldisstjóri, Árborg
  • 17. Ásgeir Rúnar Helgason, dósent í sálfræði, Reykjanesbæ
  • 18. Steinarr Bjarni Guðmundsson, bílstjóri, Sveitarfélaginu Hornafirði
  • 19. Kjartan Ágústsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
  • 20. Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir, Árborg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×