Í gær var sagt að talið væri að Santiago gæti ekki lifað mikið lengur en tólf tíma utan sjúkrahúss en hann var tekinn af sjúkrahúsinu aðfaranótt þriðjudags.
Lögreglan í París hefur fellt úr gildi sérstakt viðbragðsstig og hefur lögreglan í Belgíu tekið við rannsókn málsins, samkvæmt frétt Le Parisien.
🔴 Sur décision du parquet de Bobigny, il est mis fin à l'alerte enlèvement. L'enfant n'a pas été retrouvé. Les recherches se poursuivent.
— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024
Merci à tous pour votre aide.@Interieur_Gouv @PoliceNationale
Foreldrarnir eru sagðir hafa smyglað Santiago af sjúkrahúsi í lítilli tösku og farið rakleiðis til Belgíu. Lögreglan í París handtók nokkra fjölskyldumeðlimi þeirra en ekkert hefur verið gefið út um af hverju þau tóku barnið af sjúkrahúsinu.
Faðir Santiago er 23 ára og móðir hans er 25. Le Parisien hefur eftir frönskum saksóknara að foreldrarnir tilheyri Rómafólki og hafi áður komist í kast við lögin. Hann vildi þó ekki fara nánar út í hvernig.