Sjáðu mörkin: Sjálfsmark fyrir Arsenal, þrenna Vinicius og mark beint úr horni Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 07:13 Vinicius Junior reif sig úr að ofan eftir stórkostlegt mark gegn Dortmund í gær. Getty/Jean Catuffe Vinicius Junior var einn helsti senuþjófur gærkvöldsins þegar átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Mörkin úr öllum leikjunum má nú sjá á Vísi. Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira
Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Sjá meira