Sjáðu mörkin: Sjálfsmark fyrir Arsenal, þrenna Vinicius og mark beint úr horni Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 07:13 Vinicius Junior reif sig úr að ofan eftir stórkostlegt mark gegn Dortmund í gær. Getty/Jean Catuffe Vinicius Junior var einn helsti senuþjófur gærkvöldsins þegar átta leikir fóru fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Mörkin úr öllum leikjunum má nú sjá á Vísi. Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira
Vinicius og félagar lentu í hremmingum gegn Dortmund sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik. Þrenna Brasilíumannsins, sem var stórkostlegur í gær, hjálpaði Real að vinna 5-2 sigur. Klippa: Mörk Real Madrid og Dortmund Eina markið í sigri Arsenal gegn Shaktar Donetsk, 1-0, var í raun sjálfsmark markvarðar Shaktar en það kom eftir stangarskot Gabriels Martinelli. Leandro Trossard fékk víti til að auka muninn en Dmytro Riznyk varði spyrnuna sem var beint á markið. Klippa: Mark og víti Arsenal Achraf Hakimi skoraði jöfnunarmark PSG gegn PSV, í 1-1 jafntefli í París, með firnaföstu skoti. Noa Lang hafði komið PSV yfir í fyrri hálfleik. Klippa: Mörk PSG og PSV Aston Villa er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki, eftir 2-0 sigur gegn Bologna. John McGinn skoraði fyrra markið úr aukaspyrnu sem endaði í netinu, og John Duran seinna markið. Klippa: Mörk Aston Villa gegn Bologna Leikur Juventus og Stuttgart var viðburðaríkur og dramatískur en Stuttgart vann að lokum 1-0 útisigur. Deniz Undav virtist hafa komið Stuttgart yfir snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af. Danilo fékk svo sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu, en Enzo Millot náði ekki að nýta vítaspyrnuna. Eli Bilal Touré tryggði Stuttgart þó sigur í uppbótartíma. Klippa: Mark, víti og rautt í sigri Stuttgart Christian Pulisic skoraði beint úr hornspyrnu í 3-1 sigri AC Milan gegn Club Brugge. Gestirnir frá Brugge misstu Raphael Onyedika af velli með rautt spjald á 40. mínútu en náðu samt að jafna þegar Kyriani Sabbe skoraði á 51. mínútu. Tijani Reijnders tryggði Milan hins vegar sigur með tveimur mörkum. Klippa: Mörk AC Milan og Club Brugge Miguel Gutiérrez og Juanpe, sem skoraði beint úr aukaspyrnu, skoruðu mörk Girona í 2-0 sigri gegn Slovan Bratislava. Klippa: Mörk Girona gegn Slovan Bratislava Svíinn Viktor Gyökeres skoraði afar laglega fyrir Sporting Lissabon í 2-0 sigri gegn Sturm Graz á útivelli. Nuno Santos kom Sporting yfir í leiknum. Klippa: Mörk Sporting gegn Sturm Graz Loks vann Monaco 5- 1 stórsigur á Rauðu stjörnunni þar sem Japaninn Takumi Minamino, fyrrverandi leikmaður Liverpool, skoraði tvö mörk. Klippa: Mörkin í sigri Monaco á Rauðu stjörnunni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Sjá meira