Á enskum X-aðgangi Juventus var birt mynd af Güler á flugvelli með yfirskriftinni: Velkominn til Juventus, Arda Güler. Þessi rísandi fótboltastjarna er nú hluti af Juventus fjölskyldunni.
Þessar fréttir reyndust þvættingur en óprúttnir aðilar virðast hafa komist í aðgang Juventus á X-inu. Félagið sá til knúið til að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis.
„Aðgangur okkar á ensku var hakkaður. Vinsamlegast hunsið fölsku upplýsingarnar sem birtust hérna. Við erum að vinna í málinu,“ sagði í yfirlýsingu Juventus.
Il nostro account inglese è stato hackerato. Si prega di ignorare le false informazioni pubblicate su @juventusfcen. Stiamo lavorando per risolvere il problema.
— JuventusFC (@juventusfc) October 21, 2024
Our Juventus English account has been compromised. Please ignore the false information being published on this…
Hinn nítján ára Güler leikur með Real Madrid og þykir meðal efnilegustu fótboltamanna heims. Real Madrid keypti hann frá Fenerbahce í fyrra.
Güler skoraði í 2-4 sigri Tyrkja á Íslendingum á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni á mánudaginn í síðustu viku.