Efnið tralopyril veldur eitrun í kræklingi Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 11:09 Ljóst er að baráttunni um firðina og sjókvíaeldið þar er hvergi nærri lokið. Þessi mynd er tekin í Djúpavogi í Berufirði. Nú hefur komið á daginn að efni sem þeir sem reka sjókvíar vilja bera á möskva sína er ekki eins hættulaust og látið hefur verið í veðri vaka. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir umsókn Arctic Fish um að fá að nota efnið tralopyril á möskva sína í sjókvíum lýsa algjöru skeytingarleysi gagnvart umhverfinu, þar komist eitt og aðeins eitt að sem er hámörkun gróða. Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal
Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira