Efnið tralopyril veldur eitrun í kræklingi Jakob Bjarnar skrifar 22. október 2024 11:09 Ljóst er að baráttunni um firðina og sjókvíaeldið þar er hvergi nærri lokið. Þessi mynd er tekin í Djúpavogi í Berufirði. Nú hefur komið á daginn að efni sem þeir sem reka sjókvíar vilja bera á möskva sína er ekki eins hættulaust og látið hefur verið í veðri vaka. vísir/vilhelm Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir umsókn Arctic Fish um að fá að nota efnið tralopyril á möskva sína í sjókvíum lýsa algjöru skeytingarleysi gagnvart umhverfinu, þar komist eitt og aðeins eitt að sem er hámörkun gróða. Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Norska blaðið Dagens Næringsliv birtir í helgarútgáfu sinni fréttaskýringu um eiturefni úr ásætuvörnum í sjókvíaeldi sem er að valda eitrun í kræklingi, smáum hákörlum og öðrum villtum fisktegundum. Efnið heitir tralopyril og hefur líka greinst í holdi eldislax. Efnið brotnar ekki niður. Tralopyril á að koma í veg fyrir að lífverur festi sig á netapokana í sjókvíunum og hefur verið kynnt sem skaðlaust en nú hefur það fengist staðfest að það stenst ekki skoðun. Sú er í það minnsta niðurstaða rannsókna sem Dagens Næringsliv birtir undir fyrirsögninni „Giften í fjordena“. Þar segir að efnið, sem er notað daglega í norskum sjókvíum hafi nú fundist meðal annars í kræklingi og lúðu. Skjáskot úr umfangsmikilli umfjöllun Dagens Næringsliv. En hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum. Arctic Sea Farm, sem er einn hluti Artic Fish-samsteypunnar, hefur sótt um að fá að nota ásætuvarnir sem innihalda tralopyril á net í sjókvíum sínum á Vestfjörðum. Í umsókn fyrirtækisins til Skipulagsstofnunar kemur þetta fram: „Það er mat Arctic Sea Farm að notkun ásætuvarna sem innihalda Tralopyril (ECONEA®) og Zinc Pyrithione fylgi ekki verulega neikvæð umhverfisáhrif og skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.“ Hafró vill umhverfismat Í umsögn Hafrannsóknastofnunar Íslands um umsókn Arctic Sea Farm er lagst gegn því að leyfið verði veitt án þess að umhverfismat fari fram áður: „Út frá sínu starfssviði telur Hafrannsóknastofnun að miðað við þá takmörkuðu þekkingu og óvissu sem liggur fyrir um efnin á lífríki, aðra en þá að þau eru mjög eitruð lífverum, sé varasamt að nota þau í sjó hér við land, sérstaklega Zinc Pyrithione.“ Jón Kaldal liggur ekki á skoðunum sínum og segir hann sjókvíaeldisfyrirtækin hafi eitt og aðeins eitt í huga: Hámarka gróðann og að þeir sem þar stjórni skeyti engu um óæskileg umhverfisáhrif.vísir/vilhelm Ákvörðun Skipulagsstofnunar var að umhverfismat skyldi fara fram áður en leyfið yrði veitt. Vísir hefur sent Sven Ove Tveiten framkvæmdastjóra Artic Fish fyrirspurn vegna málsins en hann hefur ekki komi því við að svara. Vísi lék forvitni á að vita hvað þeim hjá Artic Fish finnist um þetta og hvort þeir standi við fyrri yfirlýsingar um að efnið sé hættulaust, í ljósi þessara nýju upplýsinga. Engu skeytt um tjón á náttúrunni Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, liggur hins vegar ekki á skoðun sinni frekar en fyrri daginn: „Sú afstaða Arctic Fish að vilja komast hjá umhverfismati og nota þetta baneitraða efni er lýsandi fyrir algjört skeytingarleysi sjókvíaeldisiðnaðarins gagnvart umhverfinu og lífríkinu. Í þessum rekstri er eina markmiðið að hámarka ágóða hluthafa. Engu er skeytt um það tjón sem valdið er á náttúrunni og hagsmunum annarra sem vilja nýta auðlindir hennar með sjálfbærum hætti.“ Tengd skjöl DN_-_Magasinet_-_Brynjar_Berg_-_181024_-_full_articlePDF6.8MBSækja skjal
Sjókvíaeldi Fjölmiðlar Noregur Dýraheilbrigði Lax Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira