Ég er kona með ADHD Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 22. október 2024 10:03 Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég er með ADHD. Það kynti undir lágu sjálfsmati í gegnum minn uppvöxt. Þegar ég mætti neikvæðu viðhorfi er ég tók of mikið pláss hvort sem það var í skóla eða á öðrum vettvangi, átti erfitt með tímastjórnun, þegar ég talaði of mikið, gat ekki klárað verkefni vegna þess að ég gat ekki einbeitt mér innan um þögla samnemendur mína.. og hvílík sóun á tíma að sitja klukkutímum saman verklaus. Þegar ég var lögð í einelti af kennurum. Þegar mér fannst ég oft hverfa vegna óöryggis því varnargríman til að fela hispursleysið var svo aðþrengjandi. ADHD! Þetta kom allt heim og saman. Þessi gríma á enn til að gægjast á svæðið en áhrif hennar hafa þó mildast með meiri sjálfsmildi og sjálfsþekkingu. Að við séum að rífa af okkur það sem gerir okkur einstök er ekki bara leiðinlegt heldur líka ákveðinn missir fyrir samfélagið. En hvað á barn að gera sem fær stanslaust að finna að það sé of mikið, tali of mikið, taki of mikið pláss? Það auðvitað minnkar sig. Þess vegna þarf samfélagið að stækka. Skapa meira pláss og meira rými. Við megum ekki skera niður okkar fegurstu blóm. Að vinna mig í gegnum þessi neikvæðu áhrif með aðstoð sálfræðinga hefur gert mig öruggari í sjálfri mér og róað minn innri gagnrýnanda. Það eru lífsgæði sem gera mér kleift að starfa áfram á mínum vettvangi innan stjórnmálanna þar sem þú þarft að geta sýnt þér mildi þegar gagnrýnin dynur á. Það eru lífsgæði sem ekki verða metin til fjár. En það eru tímar hjá sálfræðingum hinsvegar, þeir eru rándýrir en þjónustan svo dýrmæt og mikilvæg. Geðheilbrigði þarf sömu virðingu og alúð og líkamlegt heilbrigði. Aðgengi að ódýrari sálfræðiþjónustu er ekki lúxus eða pjatt heldur lífsnauðsyn. Taktu gjarnan þátt í að kjósa milli frábærra frambjóðenda í prófkjöri Pírata á x.piratar.is en því lýkur í dag klukkan 16. Píratar eru eini flokkurinn sem heldur prófkjör fyrir kosningarnar því við gefum ekki afslátt af lýðræðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og frambjóðandi í prófkjöri Pírata til Alþingis.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun