Van Dijk byrjaður í viðræðum Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2024 17:01 Virgil van Dijk kveðst enn mjög ferskur og hann er byrjaður að ræða um nýjan samning. Getty/Carl Recine Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segist vera byrjaður að ræða við stjórnendur félagsins um nýjan samning. Van Dijk, sem er 33 ára gamall Hollendingur, kom til Liverpool í janúar 2018 en núgildandi samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. „Viðræður eru í gangi og við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Van Dijk samkvæmt BBC. „Ég hef ekki hugmynd um það núna hvað gerist í framtíðinni. Það eina sem ég get fullyrt er að viðræður eru hafnar og við sjáum hvað setur,“ sagði Van Dijk. Fleiri lykilmenn úr liði Liverpool eru að renna út á samningi því Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah eru einnig með samninga við félagið sem gilda til næsta sumars. Ekkert hefur enn verið gefið uppi varðandi þeirra stöðu. Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton fyrir 75 milljónir punda og hann hefur átt ríkan þátt í velgengni liðsins á síðustu árum, sem meðal annars hefur skilað Englandsmeistaratitli, Evrópumeistaratitli, bikarmeistaratitli, deildabikarmeistaratitli og heimsmeistaratitli. Landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og hefur Liverpool farið afar vel af stað í hans stjórnartíð en liðið er efst í ensku úrvalsdeildinni með sjö sigra úr átta fyrstu leikjunum. „Mér líður vel, líkamlega og andlega, og skemmti mér vel,“ sagði Van Dijk eftir 2-1 sigurinn gegn Chelsea í gær. „Þegar kemur að því að taka ákvörðun þá fáið þið [fjölmiðlamenn] að vita af því líka,“ sagði Hollendingurinn. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Van Dijk, sem er 33 ára gamall Hollendingur, kom til Liverpool í janúar 2018 en núgildandi samningur hans við félagið rennur út næsta sumar. „Viðræður eru í gangi og við sjáum til hvað framtíðin ber í skauti sér,“ sagði Van Dijk samkvæmt BBC. „Ég hef ekki hugmynd um það núna hvað gerist í framtíðinni. Það eina sem ég get fullyrt er að viðræður eru hafnar og við sjáum hvað setur,“ sagði Van Dijk. Fleiri lykilmenn úr liði Liverpool eru að renna út á samningi því Trent Alexander-Arnold og Mohamed Salah eru einnig með samninga við félagið sem gilda til næsta sumars. Ekkert hefur enn verið gefið uppi varðandi þeirra stöðu. Liverpool keypti Van Dijk frá Southampton fyrir 75 milljónir punda og hann hefur átt ríkan þátt í velgengni liðsins á síðustu árum, sem meðal annars hefur skilað Englandsmeistaratitli, Evrópumeistaratitli, bikarmeistaratitli, deildabikarmeistaratitli og heimsmeistaratitli. Landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og hefur Liverpool farið afar vel af stað í hans stjórnartíð en liðið er efst í ensku úrvalsdeildinni með sjö sigra úr átta fyrstu leikjunum. „Mér líður vel, líkamlega og andlega, og skemmti mér vel,“ sagði Van Dijk eftir 2-1 sigurinn gegn Chelsea í gær. „Þegar kemur að því að taka ákvörðun þá fáið þið [fjölmiðlamenn] að vita af því líka,“ sagði Hollendingurinn.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira