Enn að átta sig á breyttri stöðu eftir tapið fyrir Þórdísi Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2024 09:19 Jón Gunnarsson (t.v.) og Bjarni Benediktsson (t.h.) hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í átta ár. Nú verður Jón ekki lengur í framboði fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson segist ekki enn farinn að velta fyrir sér hvað taki við hjá sér eftir að hann var undir í baráttu við Þórdísi Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur um annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í gær. Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira
Þórdís Kolbrún bauð sig óvænt fram í Suðvesturkjördæmi en hún hefur verið þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hún hafði betur gegn Jóni í baráttu um annað sæti listans í atkvæðagreiðslu í kjördæmaráði flokksins í gær. Jón, sem hefur verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu frá árinu 2016, gaf ekki kost á sér í önnur sæti og verður því ekki á framboðslistanum fyrir þingkosningarnar sem fara fram 30. nóvember. Í samtali við Vísi í morgun sagðist Jón enn að átta sig á breyttri stöðu. „Ég et þarna kappi við varaformann flokksins. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri mikil barátta og svona er bara lýðræðið í okkar flokki. Niðurstaðan úr því er komin. Það er ekkert um þetta að segja. Þetta er bara kosning sem ég tapaði. Það kemur bara í ljós hvað tekur við hjá mér í framhaldinu,“ sagði hann. Um þá ákvörðun að bjóða sig aðeins fram í annað sætið frekar en að taka sæti neðar á lista sagði Jón ástæðu fyrir því að menn sæktust eftir því að vera ofarlega á lista. „Það er sæti sem ég er búinn að hafa á þessum lista síðan 2016 í stóru prófkjöri. Svo fór bara sem fór í þessari kosningu,“ segir hann. Ekki séð hvort aðrir hafi reynt að hafa samband Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, leiðir lista Miðflokksins í kosningunum. Jón sagði að það kæmi í ljós hvort hann gæti hugsað sér að bjóða sig fram fyrir annan flokk sjálfur. „Ég er ekkert farinn að velta því þannig fyrir mér. Þetta hefur sinn gang. Maður er rétt að átta sig á breyttri stöðu og og benda á það hvað maður fer að gera þegar maður verður orðinn stór,“ sagði Jón sem átti svo annríkt í gær að hann hafði ekki séð hvort fulltrúar einhverra flokka hefðu reynt að ná sambandi við sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Sjá meira