Erlent

Þrír táningar létust í bíl­slysi í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð um klukkan eitt að staðartíma í nótt.
Slysið varð um klukkan eitt að staðartíma í nótt. Getty

Þrír ungir piltar – tveir ára og einn sautján – eru látnir eftir að bílslys varð skammt frá Luleå í norðurhluta Svíþjóðar í nótt. Átján ára stúlka slasaðist einnig lífshættulega í slysinu.

Sænskir fjölmiðlar greina frá því að tilkynning um slysið hafi komið skömmu fyrir klukkan eitt að staðartíma í nótt. Þegar lögregla kom á vettvang var ljóst að bíll hafði þar velt.

Fram kemur að ungmennin áttu öll heima í Luleå en slysið varð við Brandön, um 25 kílómetra norður af Luleå.

Lögregla hefur hafið rannsókn á slysinu og segir talsmaður lögreglu að til standi að yfirheyra einhverja í tengslum við slysið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×