Miðbær með skautasvelli byggður í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2024 14:03 Mikil spennan og eftirvænting er hjá íbúum í Þorlákshöfn og í nágrenninu fyrir miðbænum enda mættu fjölmargir á kynningarfundinn í vikunni. Aðsend Stórhuga framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Þorlákshöfn fyrir nokkra milljarða króna en þar á að fara að byggja miðbæ í einkaframkvæmd. Skautasvell verður hluti af nýja miðbænum. Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Boðað var til kynningarfundar í vikunni um nýja miðbæinn en hugmyndirnar féll vel í flesta fundarmenn og urðu töluverðar umræður um þetta mikla og stóra verkefni. Fyrir þá sem þekkja ekki til í Þorlákshöfn þá verður miðbærinn á svæðinu hægra megin við umferðarljósin þegar keyrt er inn í bæinn við Selvogsbrautina. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss lýsir hér miðbænum, sem á að fara að byggja en Þorlákshöfn hefur stækkað mjög mikið á síðustu árum. „Og er nú svo komið að það er orðin þörf fyrir svona lifandi vettvang fyrir bæði fólk að sýna sig og sjá aðra og efla í kringum það bæði mannlíf og menningu og skapa vettvang fyrir þjónustufyrirtæki, bæði verslanir, veitingastaði og þetta, sem við þekkjum í sterkum miðbæjum og út á það ganga þessar hugmyndir,“ segir Elliði og bætir við. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, sem er mjög spenntur eins og aðrir íbúar sveitarfélgsins fyrir nýja miðbænum, sem á að byggja upp í Þorlákshöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta verður að sumuleyti nokkuð klassískur miðbær með verslanir og þjónusturými á jarðhæðum og það er gert ráð fyrir hóteli í miðbænum líka, íbúðum að hluta til á efri hæðum. Torgið sjálft er mjög svona milt og manneskjulegt. Svo höfum við hug á því að ganga þannig frá svæðinu að yfir vetrartímann getum við rekið skautasvell á torginu.“ Elliði segir að kostnaðurinn við miðbæinn hlaupi á einhverjum milljörðum króna, jafnvel tugi milljörðum en verkið verður unnið í einkaframkvæmd af félaginu Arnarhvoli . Hann segir að framkvæmdir hefjist í vetur með byggingu fyrstu húsanna. „Fólk tekur mjög vel í þetta. Það var alveg frábær mæting á kynningarfundinn og við höfum fengið ábendingar um ýmislegt, sem tengist eftir það þannig að þetta er unnið í mjög góðu samstarfi við bæði framkvæmdaaðilann og íbúa og auðvitað hlökkum við mikið til,“ segir Elliði. Skautasvell verður í miðbænum yfir vetrartímann og skiltið, „Hamingjan er hér“ verður að sjálfsögðu á staðnum.Aðsend
Ölfus Byggingariðnaður Skautaíþróttir Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira