Leikurinn var nokkuð fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna en heimamenn í PSG komust í 2-0 áður en gestirnir náðu að svara. Bradley Barcola var frábær á vinstri væng PSG, skoraði eitt mark og lagði upp annað. Hann er markahæstur í deildinni með sjö mörk.
Það virðist stefna í tveggja hesta kapphlaup á toppi frönsku deildarinnar en PSG og Monaco eru bæði taplaus á toppi hennar með 20 stig hvort en markatala PSG er 17 mörk í plús.