Segja loforð svikin á meðan karfan fær stærsta íþróttahús landsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:32 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Fimleikadeild Keflavikur Stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur segir að upp sé komin óásættanleg staða fyrir fimleikadeildina en þetta kemur fram í pistli frá stjórninni sem birtist hér inn á Vísi. Í pistlinum er farið yfir aðstöðuleysi fimleikadeildar Keflavíkur og þá staðreynd að á meðan er verið að láta körfuboltalið Njarðvíkur fá nýja og glæsilega aðstöðu þá er ekki staðið við loforð við fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Ástandið versnaði síðan enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár. Fimleikadeildin vekur athygli á því að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sé aðeins með þrjú hundruð iðkendur, eða helming þess sem er í fimleikum, en að hún hafi nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Af því að fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum var farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. „Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt,“ segir í greininni. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og segir það augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. „Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt,“ segir í greininni en hana má sjá hér fyrir ofan eða með því að smella hér. Fimleikar Körfubolti UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Sjá meira
Í pistlinum er farið yfir aðstöðuleysi fimleikadeildar Keflavíkur og þá staðreynd að á meðan er verið að láta körfuboltalið Njarðvíkur fá nýja og glæsilega aðstöðu þá er ekki staðið við loforð við fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í sex hundruð iðkendur en aðstaðan í Íþróttaakademíunni í Krossmóa er löngu sprungin. Ástandið versnaði síðan enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár. Fimleikadeildin vekur athygli á því að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur sé aðeins með þrjú hundruð iðkendur, eða helming þess sem er í fimleikum, en að hún hafi nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Af því að fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum var farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. „Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt,“ segir í greininni. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og segir það augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. „Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt,“ segir í greininni en hana má sjá hér fyrir ofan eða með því að smella hér.
Fimleikar Körfubolti UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Sjá meira