Sport

Bein út­sending: Rakel María er hætt en fjór­tán eru enn að hlaupa

Garpur I. Elísabetarson skrifar
Hér eru þau fimmtán sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum.
Hér eru þau fimmtán sem tóku þátt fyrir hönd Íslands í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Vísir/Gummi St.

Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu í dag. Ísland sendir öfluga keppendur til leiks. Fjórtán af fimmtán eru enn eftir í hlaupinu.

Íslensku keppendurnir á heimsmeistaramóti landsliða

Enn að hlaupa (14 af 15)

Mari Järsk - Elísa Kristinsdóttir - Andri Guðmundsson - Þorleifur Þorleifsson - Marlena Radziszewska -Flóki Halldórsson -  Guðjón Ingi Sigurðsson - Kristinn Gunnar Kristinsson - Sif Sumarliðadóttir -Margrét Th. Jónsdóttir - Friðrik Benediktsson - Hildur Guðný Káradóttir - Margrét Salóme L. Þorsteinsdóttir -Jón Trausti Guðmundsson.

Hætti eftir 21 hring (140,7 km)

Rakel María Hjaltadóttir

Sjá frekari upplýsngar í vaktinni hér fyrir neðan

Rúmlega sextíu lönd keppa að þessu sinni. Hvert lið hleypur í sínu landi og keppnin hefst alls staðar á sama tíma.  Hlaupið verður í Elliðaárdalnum. Hlaupararnir fá eina klukkustund til að hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og er hlaupið þar til einungis einn var eftir. Sá sem vinnur íslenska hlutann öðlast þátttökurétt á HM einstaklinga í bakgarðshlaupum.

Íslenska liðið er skipað fimmtán keppendum sem tryggðu sér sæti í því með árangri sínum í bakgarðskeppnum frá ágúst 2022 og ágúst 2024.

Fylgst er líka með gangi mála í Vaktinni hér fyrir neðan þar sem Garpur I. Elísabetarson er að vanda á vaktinni. Ef Vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða (e.refresh) síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×