Hættir að elska Jürgen Klopp: „Hefur þú gleymt öllu?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:02 Jürgen Klopp sést hér stýra Liverpool liðinu í síðasta sinn í leik á móti Wolverhampton Wanderers á Anfield í maí síðastliðnum. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp var elskaður og dáður hjá liðunum sínum í Þýskalandi eftir að hafa gert frábæra hluti með bæði Borussia Dortmund og Mainz á sínum tíma. Sú ást hefur dofnað mikið eftir að hann réði sig í starf hjá Red Bull. Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Þýski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Þýski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira