Hreinn úrslitaleikur um titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:31 Bridget Carleton er hér fagnað af liðsfélögum sínum í Minnesota Lynx eftir að hún tryggði liðinu sigur á New York Liberty með því að setja niður tvö vítaskot tveimur sekúndum fyrir leikslok. Getty/ David Berding Minnesota Lynx tryggði sér hreinan úrslitaleik um WNBA meistaratitilinn í körfubolta eftir 82-80 sigur í fjórða úrslitaleiknum á móti New York Liberty í nótt. New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 WNBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
New York Liberty gat tryggt sér fyrsta meistaratitilinn í sögu félagsins en nú er oddaleikur framundan á sunnudagskvöldið þar annað liðið verður WNBA meistari. Þetta verður í fyrsta sinn í fimm ár þar sem er oddaleikur um titilinn en hann verður spilaður á heimavelli New York Liberty í Brooklyn. Þrír af fjórum leikjum úrslitaeinvígsins hafa verið mjög spennandi, einn unnist í framlengingu og hinir með tveimur stigum annars vegar og þremur stigum hins vegar. Það er því von á hörðum slag þegar titilinn er bókstaflega undir annað kvöld. Dancing their way into GAME 5 🕺 THE MINNESOTA LYNX SURVIVE! #WNBAFinals presented by @youtubetv pic.twitter.com/GdpBtr1B2Y— WNBA (@WNBA) October 19, 2024 Liberty tapaði fyrsta leiknum á heimavelli en var búið að vinna tvo síðustu leiki einvígsins. Liðin hafa nú bæði unnið útileik og bæði unnið heimaleik. Þetta gæti varla verið jafnara. Bridget Carleton tryggði Lynx sigurinn í nótt með því að setja niður tvö vítaskot þegar tvær sekúndur voru eftir. Allar í byrjunarliði Lynx skiluðu tólf stigum eða meira en Kayla McBride var stigahæst með nítján stig og Courtney Williams skilaði fimmtán stigum og sjö stoðsendingum. Napheesa Collier, stjarna liðsins, var með 14 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Jonquel Jones var atkvæðamest hjá New York liðinu með 21 stig og 8 fráköst en Leonie Fiebich skoraði 19 stig og gaf 5 stoðsendingar. Stórstjörnurnar áttu ekki sinn besta dag, Breanna Stewart var með 11 stig og Sabrina Ionescu skoraði 10 stig. Saman klikkuðu þær aftur á móti á öllum níu þriggja stiga skotum sínum. Kayla McBride was lights out in Game 4 droppin' 19 PTS, 4-5 from deep, and dishin' out 4 dimes 🔥McBuckets delivered, leading the Lynx to tie the series at 2-2, forcing a Game 5!#WNBAFinals presented by @YouTubeTV pic.twitter.com/A0tjhKU5C5— WNBA (@WNBA) October 19, 2024
WNBA Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira