Fleiri þvottavélar en pólitíkusar á skjánum vikuna fyrir kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2024 21:20 Örn Úlfar Sævarsson er hugmyndasmiður hjá ENNEMM. Það er morgunljóst að fleiri þvottavélar á afslætti verða á skjám landsmanna vikuna fyrir kosningar en frambjóðendur. Þetta segir hugmyndasmiður á auglýsingastofu sem segir öll bestu auglýsingaplássin löngu uppbókuð. Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“ Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Það sem mörgum finnst það skemmtilegasta við kosningabaráttur eru íburðarmiklar auglýsingar þar sem þingmenn og aðrir sem freista þess að komast inn á þing reyna að sannfæra kjósendur um að þeir séu alþýðulegir, heiðarlegir og séu hæfir til að stýra landinu. Rúmur mánuður í kosningar og því óvíst hvort flokkarnir hafi tíma til að hlaða í áhrifamiklar auglýsingar. „Já ég held að það sé alveg tími en vandamálið er, hvar ætlaru að birta þær?“ veltir Örn Úlfar Sævarsson, Hugmyndasmiður hjá ENNEMM upp í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Bestu plássin löngu farin Tímasetningin kosninganna er nefnilega ekki sú besta upp á birtingar auglýsinga. Black Friday eða Svartur fössari er daginn fyrir kosningar með tilheyrandi auglýsingafargan og Cyber Monday tveimur dögum eftir kosningar. „Þannig öll bestu auglýsingaplássin eru löngu löngu farin.“ Hann segir nánast útilokað fyrir flokkana að fá auglýsingar birtar rétt fyrir fréttir, kappræður eða Vikuna með Gísla Marteini. Einstaka skjáauglýsingar gætu þó verið lausar og slott í dagblaði. Sú staða gæti því komið upp að nokkrum dögum fyrir kosningar, þegar sumir landsmenn vita ekkert hvað skal kjósa, verði meira framboð af upplýsingum um heimilistæki á afslætti en stefnumálum flokkana. „Það er allavegana ljóst að það verða fleiri þvottavélar í framboði vikuna fyrir kosningar í auglýsingum heldur en pólitíkusar.“ Samfélagsmiðlarnir komi sterkir inn Gamli tíminn þurfi því að mæta þeim nýja í baráttunni. Flokkarnir þurfi annars vegar að nýta samfélagsmiðla og standa gömlu góðu vaktina í anddyri verslanamiðstöðva. „Séu að dreifa blómum og öðru fyrir framan verslanir og séu svolítið duglegir, það reynir þá á þessa frambjóðendur. Og ég held að það sé stórt tækifæri að vera með eitthvað áhugavert og skemmtilegt á samfélagsmiðlum. Það munu allir flokkarnir reyna það en ekki öllum takast það.“
Alþingiskosningar 2024 Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent