Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 17:02 Ursula von der Leyen og Charles Michel á blaðamannafundi í gær. AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB. Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB.
Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira