Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. október 2024 16:53 Bæði starfsfólk og gestir hótelsins höfðu miklar áhyggjur af Liam Payne vegna furðulegrar hegðunar hans. Vísir/EPA Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail þar sem rætt er við hótelgestinn sem ber heitið Rebecca. Eins og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Þóttist kyrkja hótelgest Hann er sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu stuttu fyrir andlátið og hringdi starfsfólk á neyðarlínu. Rebecca lýsir því hvernig hún hafi rekist á söngvarann í anddyri hótelsins í fyrradag. Hún gisti á hótelinu vegna brúðkaups vinar síns en þau rákust í þrígang á söngvarann örstuttu áður en hann lést. „Ég labba inn á hótelið og hann beið þar við lyftuna og það var svo augljóst að hann vildi að einhver þekkti hann,“ segir Rebecca. Hún segir að sér hafi eftir á að hyggja fundist eins og hann hafi verið örvæntingarfullur á einhvern hátt. Hún segir sig og vini sína hafa ákveðið að láta eins og ekkert væri og gefa Payne næði þrátt fyrir frægð hans. Þegar lyftan mætti á hæðina segir hún að hann hafi skyndilega sagt við þau: „Já, ég er Liam!“ Hann hafi svo grínast með það í lyftunni að hann elskaði gott knús. Breski miðillinn hefur eftir Rebeccu að hún hafi ákveðið að bíða eftir næstu lyftu. Nokkrir vinir hennar hafi hinsvegar farið upp í sömu lyftu og Payne og spjallað við hann. „Nokkrar stelpurnar fóru inn með honum og þegar lyftan var farin af stað fór hann að tala um að þær væru Bandaríkjamenn og að hann byggi á West Palm Beach. Hann sagðist þekkja Bandaríkjamenn og vita að þeir væru klikkaðir, hættulegir.“ Þá segir Rebecca að Payne hafi gripið í eina vinkonu sína, sem hann hafi talið að hann hafi átt í einhverskonar sambandi við og þóst kyrkja hana. „Hann greip ekki fast í hana en hinum fannst þetta afar furðulegt.“ Rústaði tölvunni í anddyrinu Þá lýsir Rebecca því við breska miðilinn að tíu mínútum síðar þegar hún hafi farið aftur niður í anddyri hótelsins hafi Payne verið þangað mættur með fartölvuna sína. Hún segist hafa tekið eftir því að hann væri með fartölvuna sína á aðgengisstillingum fyrir blinda, þannig að allar skipanir voru sagðar upp hátt. „Mér fannst hann hafa þetta svona til að vekja á sér athygli. Svo opnaði hann tölvupóstinn sinn og virtist sjá einn sem fékk mikið á hann. Allt í einu lokaði hann tölvuna og kallaði hátt: „Fari þetta fjandans til,“ áður en hann smassaði tölvunni í gólfið.“ Rebecca segir að gestum hótelsins hafi þótt þetta afar óþægilegar aðstæður. Hótelið hafi verið lúxushótel og hegðunin þótti því enn furðulegri en ella. Hún segir að hún hafi að lokum ákveðið að ræða við söngvarann og spurt hann hvort það væri í lagi með hann. „Ég var einu sinni í strákabandi. Þess vegna er ég svona tjónaður,“ segir Rebecca að Payne hafi sagt við sig. Hann hafi því næst bölvað síendurtekið og tekið tölvuna með sér inn í lyftuna. Hún segir fylgdarmann Payne því næst hafa beðið hana afsökunar á hegðun hans. Hann hafi sagt henni að hann yrði stundum „einum of skakkur.“ Mætti í þriðja skiptið í anddyrið „Ég velti þarna fyrir mér hvað þetta fólk hans væri að gera til þess að hjálpa honum en kannski höfðu þau reynt það en það ekki tekist. Starfsfólk hótelsins var afar brugðið og fylgdist mjög náið með honum. Ég sá líka að eitt þeirra var í símanum, hljóta að hafa verið að tala við öryggisgæslu eða lögreglu.“ Sjálf segist Rebecca aldrei hafa tekið kókaín. Henni hafi sýnst sem svo að Payne hafi hegðað sér nákvæmlega eins og einhver sem væri á því efni. Hún segir að hann hafi svo mætt aftur í anddyr hótelsins í þriðja skiptið. „Hann gekk inn aftur og missteig sig og datt beint á andlitið. Þá mætti starfsfólkið og hjálpaði honum aftur inn í lyftuna. Það var stuttu eftir þetta sem lögreglan mætti og ég hélt þau ætluðu bara að henda honum út en þá fór starfsfólkið á fullt og við áttuðum okkur á alvarleika þess sem hafði gerst.“ Andlát Liam Payne Hollywood Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail þar sem rætt er við hótelgestinn sem ber heitið Rebecca. Eins og fram hefur komið lést Payne í fyrradag eftir að hafa fallið undir áhrifum áfengis og fíkniefna fram af svölum þriðju hæðar hótels í argentísku höfuðborginni Buenos Aires. Þóttist kyrkja hótelgest Hann er sagður hafa látið öllum illum látum á hótelherberginu stuttu fyrir andlátið og hringdi starfsfólk á neyðarlínu. Rebecca lýsir því hvernig hún hafi rekist á söngvarann í anddyri hótelsins í fyrradag. Hún gisti á hótelinu vegna brúðkaups vinar síns en þau rákust í þrígang á söngvarann örstuttu áður en hann lést. „Ég labba inn á hótelið og hann beið þar við lyftuna og það var svo augljóst að hann vildi að einhver þekkti hann,“ segir Rebecca. Hún segir að sér hafi eftir á að hyggja fundist eins og hann hafi verið örvæntingarfullur á einhvern hátt. Hún segir sig og vini sína hafa ákveðið að láta eins og ekkert væri og gefa Payne næði þrátt fyrir frægð hans. Þegar lyftan mætti á hæðina segir hún að hann hafi skyndilega sagt við þau: „Já, ég er Liam!“ Hann hafi svo grínast með það í lyftunni að hann elskaði gott knús. Breski miðillinn hefur eftir Rebeccu að hún hafi ákveðið að bíða eftir næstu lyftu. Nokkrir vinir hennar hafi hinsvegar farið upp í sömu lyftu og Payne og spjallað við hann. „Nokkrar stelpurnar fóru inn með honum og þegar lyftan var farin af stað fór hann að tala um að þær væru Bandaríkjamenn og að hann byggi á West Palm Beach. Hann sagðist þekkja Bandaríkjamenn og vita að þeir væru klikkaðir, hættulegir.“ Þá segir Rebecca að Payne hafi gripið í eina vinkonu sína, sem hann hafi talið að hann hafi átt í einhverskonar sambandi við og þóst kyrkja hana. „Hann greip ekki fast í hana en hinum fannst þetta afar furðulegt.“ Rústaði tölvunni í anddyrinu Þá lýsir Rebecca því við breska miðilinn að tíu mínútum síðar þegar hún hafi farið aftur niður í anddyri hótelsins hafi Payne verið þangað mættur með fartölvuna sína. Hún segist hafa tekið eftir því að hann væri með fartölvuna sína á aðgengisstillingum fyrir blinda, þannig að allar skipanir voru sagðar upp hátt. „Mér fannst hann hafa þetta svona til að vekja á sér athygli. Svo opnaði hann tölvupóstinn sinn og virtist sjá einn sem fékk mikið á hann. Allt í einu lokaði hann tölvuna og kallaði hátt: „Fari þetta fjandans til,“ áður en hann smassaði tölvunni í gólfið.“ Rebecca segir að gestum hótelsins hafi þótt þetta afar óþægilegar aðstæður. Hótelið hafi verið lúxushótel og hegðunin þótti því enn furðulegri en ella. Hún segir að hún hafi að lokum ákveðið að ræða við söngvarann og spurt hann hvort það væri í lagi með hann. „Ég var einu sinni í strákabandi. Þess vegna er ég svona tjónaður,“ segir Rebecca að Payne hafi sagt við sig. Hann hafi því næst bölvað síendurtekið og tekið tölvuna með sér inn í lyftuna. Hún segir fylgdarmann Payne því næst hafa beðið hana afsökunar á hegðun hans. Hann hafi sagt henni að hann yrði stundum „einum of skakkur.“ Mætti í þriðja skiptið í anddyrið „Ég velti þarna fyrir mér hvað þetta fólk hans væri að gera til þess að hjálpa honum en kannski höfðu þau reynt það en það ekki tekist. Starfsfólk hótelsins var afar brugðið og fylgdist mjög náið með honum. Ég sá líka að eitt þeirra var í símanum, hljóta að hafa verið að tala við öryggisgæslu eða lögreglu.“ Sjálf segist Rebecca aldrei hafa tekið kókaín. Henni hafi sýnst sem svo að Payne hafi hegðað sér nákvæmlega eins og einhver sem væri á því efni. Hún segir að hann hafi svo mætt aftur í anddyr hótelsins í þriðja skiptið. „Hann gekk inn aftur og missteig sig og datt beint á andlitið. Þá mætti starfsfólkið og hjálpaði honum aftur inn í lyftuna. Það var stuttu eftir þetta sem lögreglan mætti og ég hélt þau ætluðu bara að henda honum út en þá fór starfsfólkið á fullt og við áttuðum okkur á alvarleika þess sem hafði gerst.“
Andlát Liam Payne Hollywood Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira