Ásmundur Einar skipar tvo skrifstofustjóra Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2024 15:02 Hafþór Einarsson og Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir. Stjr Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Hafþór Einarsson og Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur í tvö embætti skrifstofustjóra í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hafþór sé skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála. „Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá árinu 2022 hefur Hafþór verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Hann var sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu 2018–2022. Áður starfaði hann sem fjármálasérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sem skrifstofustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar, auk þess að vera grunnskólakennari í Varmárskóla. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir er skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnsýslurétt. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og sérfræðingur og teymisstjóri barnamála hjá félagsmálaráðuneytinu. Halldóra var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2005–2018 og verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á árunum 2000–2005. Áður starfaði hún hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Bæði hafa þau reynslu af breytingarstjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna. Þá búa þau yfir reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af umbótavinnu. Ráðgefandi hæfnisnefndir skipaðar samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lögðu mat á hæfni umsækjenda. Skipað er í embættin til fimm ára,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Hafþór sé skipaður í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála. „Hafþór er með BSc-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og réttindi til kennslu í grunn- og framhaldsskólum. Frá árinu 2022 hefur Hafþór verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu greininga og fjármála hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Hann var sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar í ráðuneytinu 2018–2022. Áður starfaði hann sem fjármálasérfræðingur hjá Reykjavíkurborg og sem skrifstofustjóri Skóladeildar Akureyrarbæjar, auk þess að vera grunnskólakennari í Varmárskóla. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir er skipuð í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar. Halldóra er með BA-gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og félagsráðgjöf til starfsréttinda frá sama skóla. Hún hefur lokið diplómanámi á meistarastigi í réttarfélagsráðgjöf við Háskóla Íslands með áherslu á stjórnsýslurétt. Á árunum 2022 til 2024 var Halldóra teymisstjóri og staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumótunar og innleiðingar hjá mennta og barnamálaráðuneytinu og settur skrifstofustjóri til eins árs frá byrjun árs 2024. Áður var hún verkefnastjóri hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur og sérfræðingur og teymisstjóri barnamála hjá félagsmálaráðuneytinu. Halldóra var framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur 2005–2018 og verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á árunum 2000–2005. Áður starfaði hún hjá Félagsþjónustu Reykjavíkurborgar. Bæði hafa þau reynslu af breytingarstjórnun og stjórnun krefjandi verkefna auk sérþekkingar Hafþórs á fjármálastjórn og áætlanagerð á vegum hins opinbera og sérþekkingar Halldóru á stefnumótun og innleiðingu en hún kom m.a. að innleiðingu og lagaumgjörð um farsæld barna. Þá búa þau yfir reynslu af stjórnunarstörfum og reynslu af umbótavinnu. Ráðgefandi hæfnisnefndir skipaðar samkvæmt 19. gr. laga 115/2011 um Stjórnarráð Íslands lögðu mat á hæfni umsækjenda. Skipað er í embættin til fimm ára,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira