Lovísa Björt Henningsdóttir, fyrirliði Haukaliðsins, fór meidd af velli í sigrinum á móti Stjörnunni. Nú er komið í ljós að Lovísa er með slitið krossband og verður því frá keppni út þetta tímabil.
Þetta kemur fram í frétt á miðlum Hauka og Lovísa vildi koma eftirfarandi á framfæri í þeirri frétt:
„Ég mun takast á við þetta verkefni og koma sterkari til baka en mun að sjálfsögðu halda áfram að vera hluti af liðinu í Haukum og styðja það og styrkja í komandi baráttu um titla í vetur,“ sagði Lovísa.
Lovísa var með 5,7 stig, 2,0 fráköst og 1,3 stolinn bolta að meðaltali á tíu mínútum í leik í fyrstu þremur umferðunum.
Lovísa var þarna að leika sinn 160. leik í efstu deild kvenna en hún sjöunda leikjahæst og sjötta stigahæst í sögu Hauka í efstu deild. Engin leikmaður Hauka hefur varið fleiri skot og aðeins þrjár hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur.