Samþykktu hlutafjárhækkun til að verja tiltekna fjárfesta fyrir gengislækkun
![Daninn Søren Skou, fyrrverandi forstjóri skipaflutningarisans AP Moller-Maersk, tók við sem nýr stjórnarformaður Controlant í byrjun árs en Gísli Herjólfsson er forstjóri félagsins.](https://www.visir.is/i/9A4A92A55A1493E0B61287DF1E0FE6657A4B5499F93F410952790D9606B99263_713x0.jpg)
Mikill meirihluti hluthafa samþykkti tillögu stjórnar Controlant um að fara meðal annars í hlutafjárhækkun í því skyni að gefa út uppbótarhluti til að verja þá fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, sem höfðu komið inn í síðasta útboði fyrir þeirri miklu gengislækkun sem er fyrirséð í yfirstandandi útboðsferli. Útlit er fyrir að sömu lífeyrissjóðir muni leggja til um þriðjunginn af þeirri fjárhæð sem Controlant hyggst sækja sér í nýtt hlutafé á næstu vikum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/538CE3418C09EB69F94F35B0BF7247235820E3359F0EDD6DEB2149BE81509D10_308x200.jpg)
Útlit fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um nærri sextíu prósent
Mun meiri samdráttur en áður var áætlað í verkefnum tengdum dreifingu á bóluefnum gegn Covid-19, ásamt því að hægar hefur gengið að klára samninga við nýja viðskiptavini, veldur því að útlit er fyrir að heildartekjur Controlant skreppi saman um hátt sextíu prósent á þessu ári. Samkvæmt tekjuspám sem félagið hefur kynnt fjárfestum í aðdraganda mögulegrar hlutafjáraukningar mun taka um tvö til þrjú ár þangað til umsvifin verða á svipuðum slóðum og á tímum farsóttarinnar.