Auðkýfingurinn ekki lengur grunaður um dauða eiginkonunnar Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 10:04 Tom Hagen var handtekinn og sakaður um morð á Anne-Elisabeth en málið hefur nú verið látið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum. EPA/Torbjørn Olsen Saksóknarar í Noregi hafa fellt niður rannsókn á Tom Hagen, auðkýfingi, sem var sakaður um að myrða eiginkonu sína, Anne-Elisabeth Hagen. Engar sannanir hafi komið fram um að Hagen hafi borið ábyrgð á hvarfi hennar fyrir sex árum. Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Hagen hefur alla tíð neitað sök en aldrei hefur fundist tangur né tetur af eiginkonu hans. Í yfirlýsingu frá lögmönnum hans segir að ákvöðun saksóknara sé alger uppreist æru fyrir hann. Á blaðamannafundi í morgun sagði lögreglan að rannsóknin hafi verið ein sú stærsta sem hún hefði unnið að á undanförnum árum. Teknar hafa verið um 700 vitnaskýrslur og farið yfir um sex þúsund klukkustundir af upptökum úr öryggismyndavélum. Þá bárust lögreglu um 26.000 ábendingar vegna málsins. Niðurstaða lögreglunnar eftir allt þetta er að engar vísbendingar séu um að Tom Hagen hafi átt þátt í hvarfi eiginkonu sinnar, að sögn Vibeke Schøyen, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar. Lögmenn Hagen hafa einnig boðað til fundar klukkan ellefu. Anne-Elisabeth hvarf af heimili þeirra hjóna í úthverfi Oslóar 31. október árið 2018. Hagen var handtekinn og sakaður um að myrða hana eða eiga hlutdeild í morði í apríl 2020. Hann hélt því fram að hann hefði fundið hótunarbréf í húsinu þar sem hann var krafinn um lausnargjald sem hann ætti að greiða með rafmyntum. Ríkissaksóknari sagði síðast í desember að líkur væri á að Anne-Elisabeth hefði verið myrt. Tveir aðrir hafa stöðu sakbornings í málinu en þeir neita báðir sök. Fréttin hefur verið uppfærð.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Erlend sakamál Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira