Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. október 2024 07:02 Það er okkur aldrei til framdráttar að missa stjórn á skapinu og hreinlega trompast í vinnunni. Hvort sem það er í tveggja manna tali eða á fundum. Í dag rýnum við í nokkur góð ráð. Vísir/Getty Við eigum okkur öll góða daga. Og ekki eins góða daga. Enginn getur sagt að þær stundir komi ekki upp, þar sem þráðurinn í okkur er jafnvel styttri en venjulega. Að vera með stuttan þráð í smá tíma gæti mögulega verið í lagi einstaka sinnum. Svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum og við náum tökum á því fljótt og vel. Enda langar engan að verða uppvís að því að trompast við annað fólk. Það er einfaldlega hegðun sem hvergi á að líðast. Spurningin er: Hvernig getum við komið í veg fyrir að missa stjórn á skapi okkar? Til dæmis þegar við erum yfirkeyrð af stressi? Hér eru nokkur góð ráð. 1. Dragðu andann djúpt. Þetta gamla og góða ráð um að telja upp á tíu virkar ótrúlega vel. 2. Núvitund er sögð hjálpa okkur mikið. Að læra að vera í núinu getur verið góð leið til að verða fordómalausari fyrir fólki og aðstæðum. Og um leið, meðvitaðri um það ef skapið er eitthvað að hlaupa með okkur í gönur eða pirringur að læðast að. 3. Lærðu á kveikjurnar: Eða það sem við köllum triggera á ensku. Þetta er kannski eitt mikilvægasta atriðið fyrir okkur að þjálfa okkur í. Að skoða það til hlítar hvers konar aðstæður eða dagar við erum líkleg til að verða pirruð, reið eða missa stjórn á okkur. Margt spilar hér inn í. Allt frá því að hafa ekki sofið nógu vel, passa ekki upp á jafnvægi í matarræði eða hreyfingu yfir í hvers konar álag eða tímapressa virðist helst fara með okkur. Um leið og við erum búin að kortleggja hvaða áhrifaþættir eru líklegastir til að hafa þessi neikvæðu áhrif á okkur, getum við búið til plan um hvernig við getum mögulega forðast það að svona augnablik, stundir eða dagar komi upp. 4. Ekkert sjálfs-niðurrif. Þótt markmiðið sé að trompast ekki við annað fólk, er lykilatriðið þó ekkert síður að hætta öllu sjálfs-niðurrifi. Að tala neikvætt til okkar í huganum er eitthvað sem við flest gerum alltof oft. Því betur sem okkur tekst að tala frekar jákvætt til okkar, því betri verður lundin. 5. Að tala við traustan vin. Stundum þurfum við einfaldlega að fá að blása. Eða tjá okkur. Segja hvað okkur finnst, hvernig okkur líður og svo framvegis. Betra er að fá útrás í nokkra mínútna spjalli við traustan vin, en að trompast við vinnufélaga og líða síðan illa á eftir. 6. Leitaðu til fagaðila. Ef þú telur að vandamálið þitt sé einfaldlega þess eðlis að þú ráðir ekki við að snúa hlutunum til betri vegar upp á eigin spýtur, er ekkert að því að leita til fagaðila. Alls kyns góð ráð og verkfæri er hægt að þiggja frá aðila sem hefur fagþekkinguna til og það að fá aðstoð getur því verið allra meina bót. 7. Afsakið hlé. Þetta góða ráð virkar líka ótrúlega vel. Að reyna að fara frá aðstæðum þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur. Eða að bíða með að taka samtal eða svara einhverjum þar til síðar í dag eða á morgun. Oft áttum við okkur sjálf betur á aðstæðum ef við bregðum okkur frá í smá stund. 8. Virk hlustun. Flest okkar teljum okkur mun betri hlustendur en við erum í raun. Að þjálfa sig í virkri hlustun getur hjálpað verulega og hægir líka á okkur. 9. Æfum okkur í samkennd. Að skilja fólk, að skilja ólík sjónarmið. Að átta okkur á því að annað fólk er ekki eins og við og öll okkar hugsum ekki eins. Samkennd dregur úr reiðitilfinningu. 10. Að standa með okkur sjálfum. Stundum springum við ekki vegna þess að við erum reið við annað fólk, heldur okkur sjálf. Oft jafnvel vegna þess að við höfum ekki staðið með okkur sjálfum, ekki sagt hvað okkur finnst eða hvernig okkur líður sem síðan leiðir til þess að við á endanum springum. Sem við viljum ekki. Skoðum frekar hvort aðstæður sem þessar komi stundum upp og ef já, þá hvenær eða varðandi hvað? 11. Hláturinn lengir lífið. Oft er gott að brjóta ísinn í þrúgandi andrúmslofti með smá húmor. Að sama skapi þurfum við að fara varlega því húmor getur líka verið meiðandi ef hann er ekki notaður rétt. 12. Raunhæfar væntingar. Þetta á bæði við um væntingar til þín og samstarfsfélaga. 13. Lausnarmiðuð hugsun. Hvaða leiðir eru líklegastar til árangurs aðrar en þær að þú trompist reglulega í vinnunni? Því það er aldrei best. 14. Sjálfsrækt. Að elska okkur sjálf, rækta sjálfið okkar, hlúa vel að okkur sjálfum, hvíla okkur og svo framvegis. Allt eru þetta atriði sem hjálpa okkur að vera létt í lundu og í betra jafnvægi. 15. Lærðu af sjálfum þér. Skoðaðu vel hvað gerist þegar þú trompast. Hvernig líður þér eftirá. Hvernig verða samskiptin við samstarfsfélagana eftir á. Hver verður atburðarrásin? Gott er að kortleggja þetta frá a-ö með það fyrir augum að vilja læra af því sjálf, hvað betur má fara. Geðheilbrigði Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Andlegt ofbeldi á vinnustað felur oft í sér meira skipulag en einelti „Það eru oft óljós mörk á milli andlegs ofbeldis og eineltis á vinnustöðum og þótt færri mál komi upp á vinnustöðum þar sem líkamlegt ofbeldi á sér stað, kemur það þó fyrir,“ segir Helga Lára Haarde, ráðgjafi hjá Attentus. 21. júní 2023 07:01 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. 10. júní 2022 07:00 Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Að vera með stuttan þráð í smá tíma gæti mögulega verið í lagi einstaka sinnum. Svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum og við náum tökum á því fljótt og vel. Enda langar engan að verða uppvís að því að trompast við annað fólk. Það er einfaldlega hegðun sem hvergi á að líðast. Spurningin er: Hvernig getum við komið í veg fyrir að missa stjórn á skapi okkar? Til dæmis þegar við erum yfirkeyrð af stressi? Hér eru nokkur góð ráð. 1. Dragðu andann djúpt. Þetta gamla og góða ráð um að telja upp á tíu virkar ótrúlega vel. 2. Núvitund er sögð hjálpa okkur mikið. Að læra að vera í núinu getur verið góð leið til að verða fordómalausari fyrir fólki og aðstæðum. Og um leið, meðvitaðri um það ef skapið er eitthvað að hlaupa með okkur í gönur eða pirringur að læðast að. 3. Lærðu á kveikjurnar: Eða það sem við köllum triggera á ensku. Þetta er kannski eitt mikilvægasta atriðið fyrir okkur að þjálfa okkur í. Að skoða það til hlítar hvers konar aðstæður eða dagar við erum líkleg til að verða pirruð, reið eða missa stjórn á okkur. Margt spilar hér inn í. Allt frá því að hafa ekki sofið nógu vel, passa ekki upp á jafnvægi í matarræði eða hreyfingu yfir í hvers konar álag eða tímapressa virðist helst fara með okkur. Um leið og við erum búin að kortleggja hvaða áhrifaþættir eru líklegastir til að hafa þessi neikvæðu áhrif á okkur, getum við búið til plan um hvernig við getum mögulega forðast það að svona augnablik, stundir eða dagar komi upp. 4. Ekkert sjálfs-niðurrif. Þótt markmiðið sé að trompast ekki við annað fólk, er lykilatriðið þó ekkert síður að hætta öllu sjálfs-niðurrifi. Að tala neikvætt til okkar í huganum er eitthvað sem við flest gerum alltof oft. Því betur sem okkur tekst að tala frekar jákvætt til okkar, því betri verður lundin. 5. Að tala við traustan vin. Stundum þurfum við einfaldlega að fá að blása. Eða tjá okkur. Segja hvað okkur finnst, hvernig okkur líður og svo framvegis. Betra er að fá útrás í nokkra mínútna spjalli við traustan vin, en að trompast við vinnufélaga og líða síðan illa á eftir. 6. Leitaðu til fagaðila. Ef þú telur að vandamálið þitt sé einfaldlega þess eðlis að þú ráðir ekki við að snúa hlutunum til betri vegar upp á eigin spýtur, er ekkert að því að leita til fagaðila. Alls kyns góð ráð og verkfæri er hægt að þiggja frá aðila sem hefur fagþekkinguna til og það að fá aðstoð getur því verið allra meina bót. 7. Afsakið hlé. Þetta góða ráð virkar líka ótrúlega vel. Að reyna að fara frá aðstæðum þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur. Eða að bíða með að taka samtal eða svara einhverjum þar til síðar í dag eða á morgun. Oft áttum við okkur sjálf betur á aðstæðum ef við bregðum okkur frá í smá stund. 8. Virk hlustun. Flest okkar teljum okkur mun betri hlustendur en við erum í raun. Að þjálfa sig í virkri hlustun getur hjálpað verulega og hægir líka á okkur. 9. Æfum okkur í samkennd. Að skilja fólk, að skilja ólík sjónarmið. Að átta okkur á því að annað fólk er ekki eins og við og öll okkar hugsum ekki eins. Samkennd dregur úr reiðitilfinningu. 10. Að standa með okkur sjálfum. Stundum springum við ekki vegna þess að við erum reið við annað fólk, heldur okkur sjálf. Oft jafnvel vegna þess að við höfum ekki staðið með okkur sjálfum, ekki sagt hvað okkur finnst eða hvernig okkur líður sem síðan leiðir til þess að við á endanum springum. Sem við viljum ekki. Skoðum frekar hvort aðstæður sem þessar komi stundum upp og ef já, þá hvenær eða varðandi hvað? 11. Hláturinn lengir lífið. Oft er gott að brjóta ísinn í þrúgandi andrúmslofti með smá húmor. Að sama skapi þurfum við að fara varlega því húmor getur líka verið meiðandi ef hann er ekki notaður rétt. 12. Raunhæfar væntingar. Þetta á bæði við um væntingar til þín og samstarfsfélaga. 13. Lausnarmiðuð hugsun. Hvaða leiðir eru líklegastar til árangurs aðrar en þær að þú trompist reglulega í vinnunni? Því það er aldrei best. 14. Sjálfsrækt. Að elska okkur sjálf, rækta sjálfið okkar, hlúa vel að okkur sjálfum, hvíla okkur og svo framvegis. Allt eru þetta atriði sem hjálpa okkur að vera létt í lundu og í betra jafnvægi. 15. Lærðu af sjálfum þér. Skoðaðu vel hvað gerist þegar þú trompast. Hvernig líður þér eftirá. Hvernig verða samskiptin við samstarfsfélagana eftir á. Hver verður atburðarrásin? Gott er að kortleggja þetta frá a-ö með það fyrir augum að vilja læra af því sjálf, hvað betur má fara.
Geðheilbrigði Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Andlegt ofbeldi á vinnustað felur oft í sér meira skipulag en einelti „Það eru oft óljós mörk á milli andlegs ofbeldis og eineltis á vinnustöðum og þótt færri mál komi upp á vinnustöðum þar sem líkamlegt ofbeldi á sér stað, kemur það þó fyrir,“ segir Helga Lára Haarde, ráðgjafi hjá Attentus. 21. júní 2023 07:01 Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49 Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. 10. júní 2022 07:00 Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Andlegt ofbeldi á vinnustað felur oft í sér meira skipulag en einelti „Það eru oft óljós mörk á milli andlegs ofbeldis og eineltis á vinnustöðum og þótt færri mál komi upp á vinnustöðum þar sem líkamlegt ofbeldi á sér stað, kemur það þó fyrir,“ segir Helga Lára Haarde, ráðgjafi hjá Attentus. 21. júní 2023 07:01
Það sem þú gerir með „góðan daginn“ kveðjunni Það er eitthvað notalegt við það þegar samstarfsfélagi mætir til vinnu og býður hópnum góðan daginn með brosi. Að sama skapi getur það verið niðurdrepandi þegar samstarfsfélagar gera það ekki. 2. júní 2020 09:49
Að kljást við fúla og leiðinlega vinnufélaga Við erum að öllu jöfnu öll að gera okkar besta. Mætum til vinnu, brettum upp ermar og erum kát. 10. júní 2022 07:00
Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ „Þetta hljómar kannski auðveldlega en er það ekki. Enda erfitt fyrir fólk í framlínustörfum að slökkva á asanum,” segir Magnús Olsen Guðmundsson mannauðsráðgjafi á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. 9. október 2024 07:02
Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00