Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Jakob Bjarnar skrifar 17. október 2024 15:09 Sigurður Ingi var í Samtalinu hjá Heimi Má nú rétt í þessu. Hann sagði að óróleikinn sem Framsóknarmenn máttu eiga við hafi ekki síður verið þingmönnum Sjálfstæðisflokks að kenna en Vinstri grænum. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
En þeir hafa vissulega verið ævintýralegir dagarnir sem nú eru að baki og ræddu þeir Heimir Már og formaður Framsóknarflokksins nokkuð um hvort Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi staðið rétt að stjórnarslitunum. Heimir spurði Sigurð, og nefndi að til væri fræg skáldsaga sem héti Frásögn um margboðað morð eftir Gabriel Garcia Marquez, hvort þarna mætti greina frásögnina um Margboðað sjálfsmorð? „Í fjölmiðlaheimi verið þar lengi. það er rétt þar hefur verið órói ekki síst í samstarfsflokki okkar, Vinstri grænum og ályktunum sem þar voru. Svo er hægt að horfa til margra missera óróleika hjá Sjálfstæðisflokknum. Sem hefur gert samskiptin órólegri.“ Ákvörðun Bjarna kom flatt uppá Sigurð Heimir innti Sigurð eftir því hvort það væri þá svo að ekki væri einungis hægt að skrifa sundurlyndi ríkisstjórnarinnar einvörðungu á Vinstri græn? Sigurður sagði að svo væri, algjörlega. „Það hefur verið erfitt á köflum að ná málamiðlunum en það er nú það sem stjórnmál ganga jú út á. Það verður ekki gert í lýðræði þar sem eru samsteypustjórnir,“ sagði Sigurður Ingi og prísaði sig jafnframt sælan yfir því að Íslendingar byggju ekki við einræði. Sigurður Ingi sagði formlega stjórnarandstöðu á þinginu lélega, stjórnarliðar sáu alveg um hana sjálfir.vísir/vilhelm Seinna í samtalinu barst talið að því hvernig samstarfinu var slitið, þá einhliða af Bjarna, sem Sigurður sagði óheppilegt. „Ekki síst því við áttum ágætis fund deginum áður og mitt mat var eftir þann fund að það væri hægt að leiða í jörð ágreining um til dæmis útlendingamál.“ Sáu sjálfir um stjórnarandstöðuna Sigurður nefndi einnig að ríkisstjórninni hafi tekist að rjúfa kyrrstöðu í orkumálum sem hafði ríkt til þess tíma. En lengra varð ekki komist. „Það kallaði á vilja til samstarfs, málamiðlana og það þarf ekki neinn geimvísindamann til að átta sig á að það hefur ekki verið vilji Sjálfstæðisflokksins lengi og ályktanir á landsfundi Vg hjálpaði augljóslega ekki til heldur.“ Sigurður sagði það óheppilegt hvernig staðið var að stjórnarslitunum.vísir/vilhelm Sigurður sagði það hafa legið lengi fyrir, og þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ritað greinar sem gengu gegn stjórnarsamþykktum, að þeim sé ekki tamt að tala eins og málamiðlanir séu nauðsynlegar. „Stjórnarandstaðan var veik en við sáum algjörlega um þann þátt sjálfir.“ Samtalið var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira