Innlent

Sigurður Ingi mætir í Sam­talið á ólgutímum

Heimir Már Pétursson skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og síðar í dag einnig innviðaráðherra, mætir í Samtalið hjá Heimi Má í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra og síðar í dag einnig innviðaráðherra, mætir í Samtalið hjá Heimi Má í dag. Grafík/Hjalti

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00. Seinna í dag liggur leið hans á Bessastaði til að taka einnig við innviðaráðuneytinu í minnihluta starfsstjórn.

Það verður af nógu að taka í Samtalinu í dag. Ríkisstjórnin sprakk með látum á sunnudag og síðan þá tók við undarlegt ferli sem væntanlega lýkur á ríkisráðsfundi á Bessastöðum klukkan 18 í dag. Nýja starfsstjórnin mun ekki njóta meirihluta á Alþingi eftir formlegt brotthvarf Vinstri grænna.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Sigurður Ingi hafa stefnt að því að koma  fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar í gegnum Alþingi. Sigurður Ingi hefur jafnframt lýst áhuga á að koma samgönguáætlun í gegn en hún hefur tafist í um ár.

Ólíklegt verður að telja að þetta takist þar sem ríkisstjórnin þarf nú að semja um afgreiðslu allra mála á Alþingi á þeim örfáuu vikum sem eftir eru fram að kosningum hinn 30. nóvember.

Samtalið er í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14:00. Það verður síðan sýnt í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld að loknum fréttum og Íslandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×