Beckham sárnar hvernig fólk lítur á ferilinn hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2024 12:31 David Beckham í búningsklefanum á gamla Wembley eftir að Manchester United vann Newcastle United í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar vorið 1999. getty/John Peters David Beckham viðurkennir að honum sárni að fólk líti frekar á hann sem stjörnu en fótboltamann. Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United. Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira
Beckham var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Hann var til að mynda í 2. sæti í valinu fyrir Gullboltann 1999, sama ár og Manchester United vann þrennuna. Hinn 49 ára Beckham er þó ekki síður þekktur fyrir lífið utan vallar. Og honum finnst að það skyggi á fótboltaferilinn. „Ég get ekki logið því. Það svíður aðeins. Því í gegnum árin hefur sennilega verið talað meira um þann hluta,“ sagði Beckham í viðtali við Rio Ferdinand, fyrrverandi samherja sinn hjá United og enska landsliðinu. „En ég geri ráð fyrir að það yrði alltaf minnst á það á einhverjum tímapunkti út af ferlinum sem ég átti. Ég var með eitthvað utan vallar sem var ekki jafn mikilvægt og fótboltinn en ég vinn við núna. Ég vissi að einhvern tímann þegar ég hætti að spila myndi ég leggja viðskiptin fyrir mig og það sem ég gerði á fótboltaferlinum myndi hjálpa mér með það.“ Minntu fólk á leikmanninn Beckham telur þó að Netflix heimildaþættirnir um hann hafa varpað ljósi á hversu góður fótboltamaður hann var og kynnt ferilinn hans fyrir yngri kynslóðum. „Ég er mjög lánsamur en augljóslega myndi ég frekar vilja að fólk segði að ég væri frábær leikmaður og frábær manneskja,“ sagði Beckham. „En fólk er farið að tala meira á þeim nótum. Þættirnir eiga sinn þátt í því. Þeir minntu fólk kannski á leikmanninn sem ég var.“ Beckham er í dag forseti og meðeigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum auk þess að vera stjórnandi og meðeigandi enska D-deildarliðsins Salford City með nokkrum fyrrverandi samherjum sínum hjá United.
Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Sjá meira