Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 10:41 Harris er dugleg við að mæta í viðtöl þessa dagana enda afar mjótt á munum samkvæmt skoðanakönnunum og mikið í húfi. Getty Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
Það var Bret Baier, sem fer fyrir pólitískri umfjöllun hjá fréttastofu Fox, sem tók viðtalið. Baier þykir heldur hófsamari en kollegar sínir hjá Fox en gekk engu að síður hart fram í viðtalinu, spurði Harris óvæginna spurninga og greip ítrekað fram í fyrir henni. Fyrir viðtalið hélt Harris kosningafund með hópi Repúblikana en hún freistar þess nú að ná til sem flestra fyrir kjördag. Samtalið við Baier gaf varaforsetanum tækifæri á að tala beint til áhorfendahóps sem er almennt íhaldssamur, í þeirri von um að í honum séu einnig einstaklingar sem vantar ástæðu til að kjósa ekki Trump. Harris var þráspurð um ólöglega innflytjendur, trans fólk og önnur baráttumál Trump. Hún vék sér stundum undan því að svara en var mjög afdráttarlaus þegar hún sagði að valdatíð hennar yrði ekki framhald af forsetatíð Joe Biden. Það má segja að viðbrögð við viðtalinu endurspegli nokkuð vel umræðuna í kosningabaráttunni vestanhafs en á meðan stuðningsmenn Harris hafa meðal annars gagnrýnt Baier fyrir að tala ítrekað yfir viðmælanda sinn, hafa stuðningsmenn Trump sagt Harris hafa sýnt frekju og yfirgang þegar hún vildi fá orðið aftur. Fyrirsjáanlega þótti stuðningsmönnum Harris hún standa sig með prýði en stuðningsmenn Trump illa. Harris hefur verið dugleg við að koma fram í fjölmiðlum síðustu daga og vikur og er nú sögð eiga í viðræum við Joe Rogan um að mæta í gríðarlega vinsælt hlaðvarp hans. Trump ku einnig ætla að ræða við Rogan en hann hefur neitað að mæta Harris aftur í kappræðum og hætti við viðtal við 60 Minutes.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Fréttin öll Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira