Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar sem birt var í dag. Nefndin taldi að þrálát verðbólga, verðbólguvæntingar yfir markmiði og mikil innlend eftirspurn kölluðu á varkárni. Áfram þyrfti því að viðhalda hæfilegu aðhaldsstigi til þess að koma verðbólgu í markmið innan ásættanlegs tíma.
Mótun peningastefnunnar myndi sem fyrr ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Næsta tilkynning nefndarinnar verður kynnt miðvikudaginn 20. nóvember.
Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að Herdís hefði ekki samþykkt tillöguna líkt og hún gerði.