Þurfti að missa þáttinn til að átta sig á næsta skrefi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 14:25 Gústi B vill að Veislan verði vettvangur fyrir ungt fólk þar sem það geti rætt óhefðbundin mál. Samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur ekki gefist upp á Veislunni þrátt fyrir að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá FM957. Hann hyggst snúa aftur í loftið með þáttinn á morgun, nú í hlaðvarpsformi. „Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út. Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Fleiri fréttir Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Sjá meira
„Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út.
Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Kim „loksins“ útskrifuð Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Sigurvegarinn vill banna Ísrael Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Fleiri fréttir Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Sjá meira