Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 10:41 Systurnar Gigi Hadid og Bella Hadid á sviði ásamt fleiri fyrirsætum og Vittoria Ceretti þeim við hlið. Dimitrios Kambouris/Getty Images Nærfatamódel á vegum Victoria's Secret sneru aftur á svið í gærkvöldi eftir sex ára hlé. Tískusýningin var því sérstaklega vegleg í þetta skiptið og fluttu einungis kvenkyns tónlistarmenn tónlistaratriði á hátíðinni. Allar helstu stjörnur fyrirsætuheimsins létu sig ekki vanta. Forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu árið 2019 að þeir væru hættir að skipuleggja sína árlegu tískusýningu. Tískusýningin átti þá æ minni vinsældum að fagna og auk þess voru forsvarsmenn fyrirtækisins harðlega gagnrýndir fyrir að ýta undir líkamsdýrkun. Í þetta skiptið segja þeir að tískusýningin sé hugsuð fyrir allar konur, á sama hvaða aldri þær eru og sama hvernig þær líta út. Sýningin var sýnd í beinni á netinu og má sjá hana hér fyrir neðan í heild sinni. Myndir eru neðst í fréttinni. Reynsluboltar í bland við nýliða Meðal þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið voru K-pop stjarnan Lisa, suður-afríska söngkonan Tyla og poppgoðsögnin Cher. Meðal ofurfyrirsæta sem stigu á svið í nærfötum Victoria's Secret voru systurnar Gigi og Bella Hadid og Adriana Lima. Gamlir reynsluboltar úr fyrirsætuheiminum létu sig heldur ekki vanta. Þannig mætti Kate Moss á sviðið og líka Claudia Schiffer sem síðast kom fram á allra fyrstu tískusýningu fyrirtækisins árið 1997. Þá mætti fyrrverandi forsetafrú Frakklands Carla Bruni einnig á sýninguna. Ashley Graham lét sig heldur ekki vanta og sagðist hafa ákveðið að slá til, til þessa að sýna fram á að allar konur mættu taka pláss á slíkum tískusýningum. Alex Consani skráði sig svo á spjöld sögunnar þegar hún var fyrsta trans konan til að koma fram á tískusýningunni. Þá lokaði sjálf Tyra Banks úr raunveruleikaþáttunum America's Next Top Model öllu saman svo athygli vakti. Ef Instagram færslur birtast ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh). Bella Hadid gekk tískupallinn í rauðu við lag Cher, Believe. Dimitrios Kambouris/Getty Images Adriana Lima eins og fiðrildi.Kevin Mazur/Getty Images Gigi Hadid mætti með vængi.Kevin Mazur/Getty Images Irina Shayk stórglæsileg í svörtu.Dimitrios Kambouris/Getty Images Carla Bruni rifjaði upp gamla takta.Dimitrios Kambouris/Getty Images Joan Smalls lét sig ekki vanta.Dimitrios Kambouris/Getty Images Ashley Graham var stórglæsileg og sagðist hafa mætt fyrir allar konur heimsins sem hefðu upplifað sig óvelkomnar á tískusýningar.Taylor Hill/WireImage Tyra Banks lokaði sýningunni.TheStewartofNY/FilmMagic) View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) Tíska og hönnun Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu árið 2019 að þeir væru hættir að skipuleggja sína árlegu tískusýningu. Tískusýningin átti þá æ minni vinsældum að fagna og auk þess voru forsvarsmenn fyrirtækisins harðlega gagnrýndir fyrir að ýta undir líkamsdýrkun. Í þetta skiptið segja þeir að tískusýningin sé hugsuð fyrir allar konur, á sama hvaða aldri þær eru og sama hvernig þær líta út. Sýningin var sýnd í beinni á netinu og má sjá hana hér fyrir neðan í heild sinni. Myndir eru neðst í fréttinni. Reynsluboltar í bland við nýliða Meðal þeirra tónlistarmanna sem stigu á svið voru K-pop stjarnan Lisa, suður-afríska söngkonan Tyla og poppgoðsögnin Cher. Meðal ofurfyrirsæta sem stigu á svið í nærfötum Victoria's Secret voru systurnar Gigi og Bella Hadid og Adriana Lima. Gamlir reynsluboltar úr fyrirsætuheiminum létu sig heldur ekki vanta. Þannig mætti Kate Moss á sviðið og líka Claudia Schiffer sem síðast kom fram á allra fyrstu tískusýningu fyrirtækisins árið 1997. Þá mætti fyrrverandi forsetafrú Frakklands Carla Bruni einnig á sýninguna. Ashley Graham lét sig heldur ekki vanta og sagðist hafa ákveðið að slá til, til þessa að sýna fram á að allar konur mættu taka pláss á slíkum tískusýningum. Alex Consani skráði sig svo á spjöld sögunnar þegar hún var fyrsta trans konan til að koma fram á tískusýningunni. Þá lokaði sjálf Tyra Banks úr raunveruleikaþáttunum America's Next Top Model öllu saman svo athygli vakti. Ef Instagram færslur birtast ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh). Bella Hadid gekk tískupallinn í rauðu við lag Cher, Believe. Dimitrios Kambouris/Getty Images Adriana Lima eins og fiðrildi.Kevin Mazur/Getty Images Gigi Hadid mætti með vængi.Kevin Mazur/Getty Images Irina Shayk stórglæsileg í svörtu.Dimitrios Kambouris/Getty Images Carla Bruni rifjaði upp gamla takta.Dimitrios Kambouris/Getty Images Joan Smalls lét sig ekki vanta.Dimitrios Kambouris/Getty Images Ashley Graham var stórglæsileg og sagðist hafa mætt fyrir allar konur heimsins sem hefðu upplifað sig óvelkomnar á tískusýningar.Taylor Hill/WireImage Tyra Banks lokaði sýningunni.TheStewartofNY/FilmMagic) View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret) View this post on Instagram A post shared by Victoria's Secret (@victoriassecret)
Tíska og hönnun Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira