Gripinn þegar hann hljóp að hundfúlum Ronaldo Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2024 07:02 Cristiano Ronaldo leyndi ekki tilfinningum sínum frekar en fyrri daginn. Getty/Robbie Jay Barratt Cristiano Ronaldo var afar sár og svekktur þegar flautað var til leiksloka í 200. landsleik hans fyrir Portúgal í gærkvöld. Honum mistókst eins og öðrum að skora, í markalausu jafntefli við Skota á Hampden Park í Glasgow. Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira
Koma Ronaldos til Skotlands vakti mikla athygli og ljósmyndarar og æstir aðdáendur fylgdu honum nánast hvert fótmál. Enginn gekk þó lengra en maðurinn sem hljóp inn á völlinn í gærkvöld, nokkrum mínútum fyrir leikslok, með síma í hendinni í von um að ná mynd af sér með portúgölsku goðsögninni. Sjónvarpsmyndavélar sýndu ekki atvikið en hér að neðan má sjá ljósmyndir af því þegar maðurinn var tæklaður niður í grasið og stöðvaður, áður en honum var komið í burtu af vellinum. Maðurinn hljóp inn á völlinn með síma í von um að ná mynd af sér með Cristiano Ronaldo.Getty/Ross MacDonald Öryggisvörður sá til þess að maðurinn næði ekki til Ronaldos.Getty/Alex Livesey Maðurinn var strax leiddur í burtu af vellinum, eftir að hann var tæklaður niður.Getty/Jacques Feeney Ronaldo ætti að vera orðinn vanur svona tilraunum og hið sama gerðist raunar í heimaleik Portúgals við Skotland fyrr í haust, sem Portúgalar unnu. Ronaldo, sem skorað hefur 133 mörk fyrir portúgalska landsliðið, gekk hins vegar afar pirraður og fúll af velli eftir leik. Hann virtist sérstaklega óánægður með að dómari leiksins skyldi ekki leyfa Portúgal að taka hornspyrnu, eftir að uppbótartíma var lokið, hló í fyrstu en sýndi svo miklar handahreyfingar og lét nokkur orð falla í garð dómarans. Hann strunsaði svo fyrstur manna af velli og inn til búningsklefa, við mikla kátínu skoskra stuðningsmanna sem skemmtu sér í stúkunni. Ungur stuðningsmaður Skota biður Ronaldo um treyjuna frá 200. landsleiknum.Getty/Andrew Milligan Portúgal hafði unnið fyrstu þrjá leiki sína og er því með tíu stig á toppnum í sínum riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar, þremur stigum á undan Króatíu. Liðin eiga eftir að mætast á heimavelli Króata í lokaumferð riðlakeppninnar. Þjálfarinn Roberto Martinez og leikmenn Portúgals voru sannfærðir um að þeir hefðu verðskuldað sigur í Glasgow í kvöld: „Markvörðurinn þeirra var ótrúlegur. Við náðum ekki að skora en frammistaðan var jákvæð. Það eru ekki mörg lið ósigruð. Úrslit velta á frammistöðu og í kvöld þá verðskulduðum við að vinna,“ sagði Martínez. Bernardo Silva sagði portúgalska liðið ekki hafa sýnt nógu mikla ákefð í sóknarleiknum: „En við vissum að með jafntefli þá yrðum við enn á toppi riðilsins og við erum enn í forréttindastöðu varðandi það að enda í efsta sætinu. En auðvitað förum við héðan svekktir.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira