Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:56 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur margoft sést á skjánum, oft í tengslum við umræðu um bandarísk stjórnmál. Vísir/Einar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. „Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
„Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira