Stefnir á að sækjast eftir embætti rektors Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. október 2024 11:56 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, hefur margoft sést á skjánum, oft í tengslum við umræðu um bandarísk stjórnmál. Vísir/Einar Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, gerir ráð fyrir að sækjast eftir embætti rektors Háskóla Íslands. Rektor er skipaður til fimm ára í senn en Jón Atli Benediktsson, núverandi rektor, var fyrst kjörinn í embættið árið 2015 og tók við starfi 1. júlí sama ár. Hann var endurskipaður rektor árið 2020 og hefur því bráðum gegnt embættinu í tíu ár. Jón Atli hyggst ekki sækjast áfram eftir embættinu þegar skipunartíma hans lýkur næsta sumar. „Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Mér finnst það mjög líklegt alla veganna,“ segir Silja Bára spurð hvort hún hyggist sækja um embættið, en Mannlíf greindi fyrst frá. Ekki er enn búið að auglýsa starfið en þess má vænta að það verði gert í desember. „Það er svona rúmt ár síðan fólk byrjaði að hvetja mig til þess að gera þetta,“ segir Silja Bára sem gerir fastlega ráð fyrir að sækjast eftir embættinu. „Ég ætla ekkert að neita því. Ég er að hugsa um þetta og að óbreyttu þá mun ég sækja um þetta,“ segir Silja Bára. Silja Bára hefur vikið af fundum þar sem fjallað er um ráðningu rektor til að gera sig ekki vanhæfa þar sem hún hefur hug á að sækja um embættið, en Silja Bára er aðalmaður í Háskólaráði HÍ. Rektorskjör fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní 2030 var til umfjöllunar á fundi Háskólaráðs þann 3. október. Jón Atli Benediktsson segir í samtali við fréttastofu að hann hyggist láta gott heita og og muni ekki sækjast aftur eftir embættinu. „Ég er bara ánægður með þessi ár. Þetta er búinn að vera yndislegur tími og verður bara gott að fá nýtt fólk,“ segir Jón Atli. Hann gerir ráð fyrir að snúa að fullum krafti aftur til fyrri starfa við háskólann, en hann er sérfræðingur í rafmangsverkfræði og hefur aðstoðað við rannsóknarverkefni samhliða störfum rektors. Þá tekur hann þátt í undirbúningi stórrar ráðstefnu á sviði fjarkönnunar sem fram fer á Íslandi árið 2027 svo það er ýmislegt framundan hjá Jóni Atla sem kveðst enn hafa mikla ástríðu fyrir vísindastarfinu. Embættið auglýst um miðjan desember Samkvæmt lögum um opinbera háskóla skipar ráðherra rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs, en ráðið setur reglur um tilnefningu rektors og er hefð fyrir því að kjör fari fram í embættið líkt og reglur háskólans gera ráð fyrir. Háskólaráð skal auglýsa embætti rektors laust til umsóknar fyrir miðjan desember á því háskólaári sem skipunartímabili sitjandi rektors lýkur og skal umsóknarfrestur vera fjórar vikur að því er segir í reglum háskólans. Rektor er formaður háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans gagnvart mönnum og stofnunum innan háskólans og utan hans. Hlutverk rektors er skýrt í lögum en hann stýrir meðal annars starfsemi háskólans og hefur frumkvæði að því að háskólaráð marki sér heildarstefnu í málefnum skólans. Þá ber rektor ábyrgð á og hefur eftirlit með allri starfsemi háskólans. Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira