Fótbolti

Enska ­sam­bandið á að hafa rætt ó­form­lega við Guar­diola

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Næsti landsliðsþjálfari Englands?
Næsti landsliðsþjálfari Englands? Alex Pantling/Getty Images

England á enn eftir að ráða nýjan þjálfara fyrir A-landslið karla í knattspyrnu. Lee Carsley hefur stýrt liðinu síðan Gareth Southgate ákvað að stíga til hliðar en Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistara Manchester City, er efstur á blaði hjá sambandinu.

Nú hefur The Times greint frá því að forráðamenn enska sambandsins hafi óformlega rætt við Guardiola um að taka við liðinu. Samningur hans við Man City gildir út tímabilið sem er nú í gangi og gæti hann því tekið við enska landsliðinu í kjölfarið.

Guardiola sjálfur segist ekki hafa tekið ákvörðun varðandi framtíð sína en það er orðrómur á kreiki að hann hafi þegar gefið sambandinu jákvætt svart. Spánverjinn neitar þó fyrir það á þessari stundu en segir allt geta gerst.

Fari svo að sambandið ráði Guardiola yrði hann þriðji erlendi þjálfarinn til að sýra liðinu. Sven-Göran Eriksson heitinn stýrði Englandi frá 2001 til 2006 og Fabio Capello frá 2007 til 2012.

Carsley, sem gerði U-21 árs landslið England að Evrópumeisturum, hefur ekki útilokað að taka við liðinu en hefur jafnframt sagt að það eigi skilið „heimsklassa“ þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×