Rúmar þrjár milljónir króna á hvert gæludýr úkraínskra flóttamanna Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2024 09:41 Stúlka sem flúði Maríupol í Úkraínu við upphaf innrásar Rússa knúsar köttinn sinn. Íslensk stjórnvöld leyfðu úkraínskum flóttamönnum að flytja inn gæludýr sín að vissum skilyrðum uppfylltum. Myndin var tekin í Saporidsjía í Úkraínu og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Getty Ráðstafanir til þess að úkraínskir flóttamenn gætu tekið gæludýr sín með sér til Íslands kostuðu hátt í 59 milljónir króna. Kostnaðurinn á hvert gæludýr nam rúmum þremur milljónum króna en koma þurfti á fót sérstakri einangrunarstöð fyrir dýrin. Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna. Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Heildarkostnaður við innflutning á átján gæludýrum frá Úkraínu, tólf hundum og sex köttum, nam 58,7 milljónum króna samkvæmt upplýsingum Matvælastofnunar (MAST). Einangra þurfti dýrin vegna smithættu. Þar sem einangrunarstöðvar landsins treystu sér ekki til verksins leigðu stjórnvöld hundahótel og breyttu í einangrunarstöð. Þá þurfti að ráða sérstakt starfsfólk til þess að starfa í einangrunarstöðinni þar sem MAST hafði ekki mannskap í verkefnið. Töldu mikla smithættu af dýrunum Matvælaráðuneytið ákvað að tekið yrði við gæludýrum flóttafólks sem kom hingað til Íslands eftir innrás Rússa í Úkraínu í mars 2022 að vissum skilyrðum uppfylltum. Að ráðleggingum Matvælastofnunar var ákveðið að setja dýrin í einangrun þar til þau uppfylltu öll skilyrði um innflutning hunda og katta. Niðurstaða áhættumats sem MAST vann var að nokkuð miklar líkur væru á því að gæludýr frá Úkraínu bæru með sér smitefni sem væru ekki til staðar á Íslandi og það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir dýraheilsu. Þær tvær einangrunarstöðvar sem starfa á landinu treystu sér ekki til þess að taka við dýrum frá Úkraínu án þess að skapa hættu fyrir íslensk dýr og náttúru. Því varð úr að aðeins væri hægt að setja upp sértæka aðstöðu fyrir úkraínsku dýrin. Í einangrun í þrjár vikur og upp í þrjá mánuði Stjórnvöld leigðu því hundahótelið á Leirum og byggðu upp aðstöðu þar til að það stæðist kröfur sem einangrunarstöð. Sérfræðingar voru ráðnir til verksins þar sem MAST skorti mannafla til þess Þannig var ráðinn dýralæknir í fullt starf auk verkefnastjóra og þriggja vaktmanna. Alls bárust 23 umsóknir um flutning á gæludýri frá Úkraínu til Íslands. Á endanum komu átján dýr á Leirur, tólf hundar og sex kettir sumarið 2022. Þar voru dýrin bólusett, sýni tekin úr þeim og þau mótefnamæld. Þrettán þeirra þurftu að dvelja í níutíu daga einangrun en þrjú dýr uppfylltu nánast öll skilyrði við innflutning og þurftu því aðeins að dvelja í þrjár vikur í einangrun. Kostnaðurinn vegna uppsetningar, breytinga og leigu á einangrunarstöðinni tímabundnu auk lyfja og annars nam rúmum 30,9 milljónir króna og launakostnaður nam 27,7 milljónum króna.
Gæludýr Úkraína Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira