„Ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 21:17 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði og Heimir Már Pétursson fréttamaður spáðu í spilin um framhaldið í pólitíkinni í ljósi tíðinda dagsins í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2/Sigurjón Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor lítur svo á að mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans hafi verið „þúfan sem velti hlassinu“ í aðdraganda stjórnarslita. Óvissuástand ríkir þó enn um framhaldið að mati sérfræðinga, en ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu kom ekki á óvart. Eftir vendingar dagsins virðist fátt benda til annars en að alþingiskosningar fari fram fyrir jól. Forseti Íslands mun þó þurfa að leggja sjálfstætt mat á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Eiríkur Bergmann og Heimir Már Pétursson fréttamaður spáðu í spilin um framhaldið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ljósi ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hyggst óska eftir því við forseta Íslands að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ef vilji Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra nær fram að ganga þurfa allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila framboðslistum fyrir mánaðamót og stefnt að kosningum laugardaginn 30. nóvember. Ennþá í óvissuástandi „Það er ljóst að þessi ákvörðun Bjarna kemur samstarfsflokkunum í opna skjöldu. Það blasir við af öllum viðbrögðum að fólk átti ekki von á þessu,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann vísar þar einkum til orða Svandísar Svavarsdóttur og radda innan úr Framsóknarflokknum sem hafa sagt ákvörðun Bjarna hafa komið á óvart. „Þetta upplegg sem hann er að leggja upp með varðandi þingrofið og hvernig boðað er til kosninga það er þá örugglega ekki heldur í neinni sátt þannig að við erum ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna í málinu,“ segir Eiríkur. Honum þyki líklegt að forseti vilji ræða við formenn annarra flokka, en þær upplýsingar hafa borist frá skrifstofu forseta Íslands, að gera megi ráð fyrir Halla Tómasdóttir muni ræða við formenn annarra flokka. „Þá gæti alveg birst einhver önnur mynd heldur en að forsætisráðherra leggur upp með. Það er alla veganna ekki útilokað,“ segir Eiríkur. „Stál í stál“ og ekkert annað komið til greina Heimir Már Pétursson fréttamaður segir að þessi niðurstaða hafi ekki komið á óvart, en hann benti á það í fréttum í gær að þessi möguleiki væri líklegur í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin. „Þetta var einfaldlega komið stál í stál. Þegar að annar flokkurinn er búinn að segja „það er engin þörf á að ræða útlendingamálin frekar“ og hinn flokkurinn segir „það verður að gera það frekar“ þá gefur augaleið að ef að hvorugur gefur eftir þá er það búið,“ sagði Heimir. Þá segir hann athyglisvert að Bjarni hafi vakið máls á því á blaðamannafundinum í dag að frumvarp ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um orkumál hafi setið fast í ríkisstjórn um einhvern tíma. Það séu nýjar fréttir í því að VG hafi komið í veg fyrir afgreiðslu málsins úr ríkisstjórn miðað við það sem fram kom í máli forsætisráðherra í dag. Meðal þeirra mála sem hefur reynst erfitt fyrir ríkisstjórnina er mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. „Það kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu sem að í rauninni á endanum má segja að velti þessari ríkisstjórn. Það er þúfan sem að veltir hlassinu ef svo má segja að einhverju leyti. Því stigmögnunin hún fer í rauninni af stað svolítið eftir þessa ákvörðun,“ sagði Eiríkur. Bjarni Benediktsson vildi þó ekki fallast á það að eitthvað eitt mál hafi verið dropinn sem fyllti mælinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum í dag. Hvað segja lögin? Samkvæmt 24. grein stjórnarskrár getur forseti Íslands rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið. Þá skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir að þing var rofið. Gangi áætlanir Bjarna Benediktssonar eftir og Halla Tómasdóttir fellst á beiðni hans um þingrof miðað við þá tímalínu sem Bjarni leggur upp með, yrði að öllum líkindum stefnt að alþingiskosningum þann 30. nóvember. Samkvæmt kosningalögum er gert ráð fyrir því að þegar alþingiskosningar fara fram eftir tilkynningu um þingrof þurfi öll framboð að vera tilkynnt eigi síðar en klukkan tólf á hádegi þrjátíu dögum fyrir kjördag. Þannig myndu allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila inn framboðslistum til landskjörstjórnar í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október sem er eftir um tvær og hálfa viku. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mál Yazans Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Eftir vendingar dagsins virðist fátt benda til annars en að alþingiskosningar fari fram fyrir jól. Forseti Íslands mun þó þurfa að leggja sjálfstætt mat á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Eiríkur Bergmann og Heimir Már Pétursson fréttamaður spáðu í spilin um framhaldið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í ljósi ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra sem hyggst óska eftir því við forseta Íslands að þing verði rofið og boðað til kosninga. Ef vilji Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra nær fram að ganga þurfa allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila framboðslistum fyrir mánaðamót og stefnt að kosningum laugardaginn 30. nóvember. Ennþá í óvissuástandi „Það er ljóst að þessi ákvörðun Bjarna kemur samstarfsflokkunum í opna skjöldu. Það blasir við af öllum viðbrögðum að fólk átti ekki von á þessu,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann vísar þar einkum til orða Svandísar Svavarsdóttur og radda innan úr Framsóknarflokknum sem hafa sagt ákvörðun Bjarna hafa komið á óvart. „Þetta upplegg sem hann er að leggja upp með varðandi þingrofið og hvernig boðað er til kosninga það er þá örugglega ekki heldur í neinni sátt þannig að við erum ennþá í töluverðu óvissuástandi um framvinduna í málinu,“ segir Eiríkur. Honum þyki líklegt að forseti vilji ræða við formenn annarra flokka, en þær upplýsingar hafa borist frá skrifstofu forseta Íslands, að gera megi ráð fyrir Halla Tómasdóttir muni ræða við formenn annarra flokka. „Þá gæti alveg birst einhver önnur mynd heldur en að forsætisráðherra leggur upp með. Það er alla veganna ekki útilokað,“ segir Eiríkur. „Stál í stál“ og ekkert annað komið til greina Heimir Már Pétursson fréttamaður segir að þessi niðurstaða hafi ekki komið á óvart, en hann benti á það í fréttum í gær að þessi möguleiki væri líklegur í ljósi þeirrar stöðu sem upp var komin. „Þetta var einfaldlega komið stál í stál. Þegar að annar flokkurinn er búinn að segja „það er engin þörf á að ræða útlendingamálin frekar“ og hinn flokkurinn segir „það verður að gera það frekar“ þá gefur augaleið að ef að hvorugur gefur eftir þá er það búið,“ sagði Heimir. Þá segir hann athyglisvert að Bjarni hafi vakið máls á því á blaðamannafundinum í dag að frumvarp ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, um orkumál hafi setið fast í ríkisstjórn um einhvern tíma. Það séu nýjar fréttir í því að VG hafi komið í veg fyrir afgreiðslu málsins úr ríkisstjórn miðað við það sem fram kom í máli forsætisráðherra í dag. Meðal þeirra mála sem hefur reynst erfitt fyrir ríkisstjórnina er mál Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. „Það kemur upp þetta mál með langveikan dreng frá Palestínu sem að í rauninni á endanum má segja að velti þessari ríkisstjórn. Það er þúfan sem að veltir hlassinu ef svo má segja að einhverju leyti. Því stigmögnunin hún fer í rauninni af stað svolítið eftir þessa ákvörðun,“ sagði Eiríkur. Bjarni Benediktsson vildi þó ekki fallast á það að eitthvað eitt mál hafi verið dropinn sem fyllti mælinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum í dag. Hvað segja lögin? Samkvæmt 24. grein stjórnarskrár getur forseti Íslands rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið. Þá skal Alþingi koma saman eigi síðar en tíu vikum eftir að þing var rofið. Gangi áætlanir Bjarna Benediktssonar eftir og Halla Tómasdóttir fellst á beiðni hans um þingrof miðað við þá tímalínu sem Bjarni leggur upp með, yrði að öllum líkindum stefnt að alþingiskosningum þann 30. nóvember. Samkvæmt kosningalögum er gert ráð fyrir því að þegar alþingiskosningar fara fram eftir tilkynningu um þingrof þurfi öll framboð að vera tilkynnt eigi síðar en klukkan tólf á hádegi þrjátíu dögum fyrir kjördag. Þannig myndu allir flokkar sem hyggjast bjóða fram að skila inn framboðslistum til landskjörstjórnar í síðasta lagi fimmtudaginn 31. október sem er eftir um tvær og hálfa viku.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mál Yazans Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira