„Þá bilaðist allt og ég líka hérna á hliðarlínunni“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 12. október 2024 21:38 Rúnar Ingi er þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Diego Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“ Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Njarðvíkingar vígðu nýjan heimavöll, IceMar-höllin í kvöld þegar Álftanes komu í heimsókn þegar 2. umferð Bónus deild karla. Bæði lið voru á eftir sínum fyrstu stigum í deildinni og var það Njarðvík sem hafði betur 89-80. „Það var ótrúlega gaman að sjá hvað það mætti mikið af fólki hérna í kvöld. Þetta var rosalega mikilvæg hátíð fyrir félagið og það er ennþá skemmtilegra að geta gefið öllum þeim sem mættu hérna sigur í gjöf.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Varnarlega í seinni hálfleik þá skerpum við á nokkrum hlutum og vorum kannski ekki að breyta miklu. Gerðum smá aðlaganir hér og þar á enda action-inu í þeirra leikkerfum en heilt yfir þá vorum við bara aðeins grimmari og meira tilbúnir og við náðum að hvíla lykilmenn á réttum tíma.“ „Svo voru þetta svona litlu atriðin, fráköstuðum gríðarlega vel hérna síðustu fimm mínúturnar og fórum að gera eitthvað allt annað sóknarlega líka.“ „Að búa til sama vígi og sömu stemmningu verður áskorun“ Það kom smá hikst kafli hjá Njarðvíkingum í fjórða leikhluta sem hleypti Álftanes aftur inn í leikinn. „Það fór ekkert um mig, bara leiðinlegt að gera þetta svona erfitt. Við vorum búnir að gera virkilega vel varnarlega í þriðja leikhluta og höldum þeim í sextán stigum. Við köstum því eiginlega bara frá okkur og auðvitað er það bæði sóknarleikur og ekki nógu fljótir til baka. Við tókum leikhlé og slökuðum aðeins á og fórum að láta boltann flæða aðeins meira. Þetta var orðið svolítið mikið hnoð og svolítið mikið erfitt.“ Njarðvík náði aftur takti undir lok leiks og Mario Matasovic kveikti í húsinu með frábærri troðslu undir lokin og fékk alla áhorfendur með sér. „Þegar Mario fer hérna endalínuna og treður honum hinu megin við í snúning þá bilaðist allt og ég bilaðist líka hérna á hliðarlínunni. Þetta er bara ótrúlega skemmtilegt og ég vona að allt þetta fólk mæti aftur.“ „Við erum að koma úr Ljónagryfjunni sem er minnsta íþróttahús á Íslandi þar sem þú finnur fyrir andardrættinum í áhorfendum. Þannig að búa til í þessu húsi einhvern veginn sama vígi, sömu stemningu verður áskorun fyrir okkur en það er líka það sem ég legg áherslu á við mína leikmenn að þeir hafi gaman af hlutunum og við séum með jákvæða líkamstjáningu og við séum að gera eitthvað sem lætur fólkið vilja koma aftur og spila skemmtilegan körfubolta. Ég vona að við höfum náð því í kvöld.“
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira