Innlent

Engin um­merki um ís­birni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglustjórinn á Austurlandi sinnti leitinni.
Lögreglustjórinn á Austurlandi sinnti leitinni. vísir/vilhelm

Leit að ísbjörnum, sem tilkynnt var um að væru mögulega á ferð í nágrenni Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær, hefur verið hætt. 

Frá þessu er greint í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. 

Í dag var leitað á svæðinu með dróna búnum öflugri myndavél. 

„Þar voru rakin spor tilkynnenda mjög nákvæmlega auk þess sem sá staður var leitaður sem birnirnir áttu að hafa sést á, í gili skammt frá Kirkjufossi. Engin ummerki var þar að finna um ísbjarnarspor sem þó hefðu átt að blasa við hafi slík dýr verið þar á ferð,“ segir í tilkynningunni og enn fremur:

„Lögreglan telur að þessu sögðu, að höfðu og samráði við Náttúrufræðistofnun Íslands sem hún hefur verið í nánu sambandi við vegna þessa verkefnis, fullleitað að sinni. Leit verður fram haldið komi frekari vísbendingar fram.“


Tengdar fréttir

Lokaleit að ísbjörnum með dróna

Þyrla Landhelgisgæslunnar er ekki tiltæk í leit að ísbjörnum, sem erlendir ferðamenn tilkynntu að væru á slóðum Laugarfells, norðaustan við Snæfell í gær. Lokaleit verður því gerð með dróna í dag. 

Talið að snjór hafi villt um fyrir ferðamönnum

Leit eftir tveimur hvítabjörnum við Laugarfell, norðaustan við Snæfell, sem erlendir ferðamenn tilkynntu um fyrr í dag hefur verið hætt. Lögreglan segir að mögulega hafi ferðamönnunum missýnst. Til að gæta fyllsta öryggis verður leit haldið áfram í birtingu í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×