„Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 17:12 Álagið er mikið á bestu fótboltamenn heims en þessi var frekar þreytulegur í leik Belenenses SAD og Nacional Da Madeira. Getty/João Rico Forseti franska stórliðsins Paris Saint-Germain hefur komið til varnar nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi. FIFA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi.
FIFA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira