Innlent

Þórarinn víkur sem for­maður Sameykis

Árni Sæberg skrifar
Þórarinn Eyfjörð er hvorki formaður Sameykis né varaformaður BSRB lengur.
Þórarinn Eyfjörð er hvorki formaður Sameykis né varaformaður BSRB lengur. Vísir/Ívar

Þórarinn Eyfjörð hefur vikið sem formaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu frá og með deginum í dag. Mikið hefur gustað um Þórarin undanfarna mánuði og hann hefur verið sakaður um hafa gengið of hart fram gagnvart starfsfólki félagsins. Þá var hann felldur í kjöri um varaformann BSRB á dögunum.

Í tilkynningu frá Sameyki segir að Ingibjörg Sif Sigríðardóttir, sem verið hafi varaformaður, taki nú við formennsku í félaginu í samræmi við lög félagsins.

Ágreiningur milli Þórarins og stjórnar

Á undanförnum mánuðum hafi ágreiningur verið milli formanns og stjórnar Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu um áherslur og stefnu í verkefnum félagsins. Vegna þessa ágreinings hafi orðið að samkomulagi að Þórarinn Eyfjörð láti af starfi formanns Sameykis.

„Stjórn Sameykis og starfsfólk þakkar Þórarni Eyfjörð fyrir framlag sitt og þjónustu í þágu Sameykis og óskar honum velfarnaðar.“

Sálfræðistofa kölluð til

Sálfræðistofan Líf og Sál var í sumar fengin til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og gerði skýrslu sem kynnt var starfsmönnum og stjórn. 

Þórarinn sagði í kjölfarið að öflugt umbótastarf í vinnuanda á skrifstofunni hafi gengið vel og að félagið væri á réttri leið. Þá játaði hann að hafa gengið og hart fram.

Felldur af Fjölni

Þá felldi Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, Þórarin í kjöri um 1. varaformann BSRB á þingi bandalagsins í dag. Þórarinn sagði í kjölfarið að hann héldi að ákveðnir þingfulltrúar hafi unnið að niðurstöðunni undir yfirborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×