Viðskiptasendinefndin sem fylgdi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í fyrstu opinberu heimsókn hennar til Danmerkur er líklega sú stærsta frá upphafi að sögn forstöðumanns hjá Íslandsstofu. Farið verður yfir málið í hádegisfréttum.
Þá verður rætt við öryggissérfræðing hjá Ferðamálastofu sem segir fjölda banaslysa á liðnum mánuðum sýna fram á að huga þurfi betur að upplýsingagjöf auk þess sem við heyrum í oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem furðar sig á framgöngu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála varðandi virkjanaleyfi fyrir vindorkuver.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hægt er að hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.