Þrír létust í Volusia-sýslu og tveir í St. Petersburg.
Vindhraði náði allt að 193 km/klst og þá náði áhlaðandi allt að þriggja metra hæð, til að mynda í Sarasota, Fort Myers, Venice og öðrum borgum við ströndina. Himininn varð um tíma fjólublár og bílar, bátar, tré og brak fauk langar vegalengdir.
Enn var unnið að björgunaraðgerðum í nótt en að sögn Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, hafði þá 340 einstaklingum og 49 gæludýrum verið bjargað. Þá var manni komið til hjálpar eftir að bátur hans sökk um það bil 50 kílómetrum frá landi.
#Breaking An @USCG Air Station Miami 65 helicopter crew rescued a man clinging to a cooler approximately 30 mi. off Longboat Key.
— USCGSoutheast (@USCGSoutheast) October 10, 2024
The man was taken to Tampa General Hospital for medical care.
Sector St. Pete lost communications w/ the man at approx. 6:45 p.m., Wed. #SAR pic.twitter.com/64wSHuRAeH
Heldur dró úr styrk Milton þegar hann gekk á land og því urðu mannfall og skemmdir ekki jafn miklar og óttast hafði verið. Tryggingafélög hafa þó áætlað að tjón geti numið allt að 60 milljörðum króna en það mun koma í ljós á næstu dögum og vikum.
Allt að 3,5 milljónir manna voru án rafmagns þegar mest var en þeim hafði fækkað þegar leið á daginn í gær.