Ekki allir sem geta leitað í bakland eftir barnapössun Lovísa Arnardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. október 2024 20:16 Katrín segir marga foreldra hafa áhyggjur af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Stöð 2 Foreldrar barna í leik- og grunnskólum þar sem hefjast verkföll 29. október eru afar áhyggjufullir vegna stöðunnar. Bæði um það hvar eigi að koma börnunum fyrir á meðan þau þurfa að fara í vinnu og hvaða áhrif verkfallið hefur á nám barnanna. „Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Ég sjálf er það heppin að ég þarf ekki að fara í eitthvað púsluspil,“ segir Katrín Ásta Sigurjónsdóttir móðir leikskólabarns en rætt var við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segist hafa heyrt í foreldrum sem hafi margir lýst áhyggjum af því hver eigi að sjá um börnin á meðan verkfallinu stendur. Verkfallið í leikskólunum er ótímabundið ólíkt því sem er í grunnskólunum. „Að fara aftur í að leita í baklandið. Við höfum það ekkert öll. Þetta er svona aftur erfið staða hvert á að setja barnið á daginn. Það geta ekkert allir leitað til ömmu og afa. Einstæðir foreldrar þurfa að fara í vinnu. Maður er bara óhepinn að vera í leikskóla sem var í þessu vali núna,“ segir Katrín að lokum. Bryndís Ýr Pétursdóttir foreldri barns í 10. bekk í Laugalækjarskóla segir það mikið áhyggjuefni að börn fái ekki kennslu í heilan mánuð og hvaða áhrif það hefur á möguleika þeirra. Þau séu flest að undirbúa sig um að sækja um í framhaldsskóla. Hún segist einnig hafa áhyggjur af börnunum vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu vegna ofbeldis og vopnaburðar. Það sé ekki langt síðan það áttu sér stað voveiflegir atburðir. Þá séu sum börn í viðkvæmri stöðu en önnur. Útilokar ekki frekari aðgerðir Boðað hefur verið til verkfalla í átta skólum en ekki er útilokað að verkfallið muni ná yfir fleiri. Í leik og grunnskólum voru verkfallsaðgerðir samþykktar með 100 prósentum atkvæða og með 82 prósentum í FsU. Formaður Kennarasambands Íslands segir skilaboðin skýr. „Nú getum við bara ekki beðið lengur og því miður þá hefur okkur fundist deilan vera á þeim stað að fólk þurfi að greina þá alvöru sem við horfum til í að nú komi samfélagið og fjárfesti í kennurum og efli faglegt starf og stöðugleika í skólakerfunum okkar,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Kennaraverkfall 2024 Tengdar fréttir Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02 Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Verkfallsnemendur með áhyggjur af náminu og tendrun jólageitarinnar Ekki er útilokað að boðað verði til verkfalla í fleiri skólum en að óbreyttu leggja kennarar í átta skólum niður störf síðar í mánuðinum. Nemendur segjast spenntir að fá lengra vetrarfrí en hafa áhyggjur af áhrifum á námið. 10. október 2024 18:02
Verkfall samþykkt með 100 prósent atkvæða í leik- og grunnskólum Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir að verkfallsaðgerðir Kennarasambands Ísland hafi verið samþykktar með miklum meirihluta. Hann útilokar ekki að fleiri skólar grípi til aðgerða. Hann segir að það sé þörf á að fjárfesta í fagmennsku til að tryggja góða menntun innan skólanna. 10. október 2024 15:26