Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2024 20:01 Það gustar um Jurgen Klopp þessa stundina. Vísir/Getty Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu. Þýski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Jurgen Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í lok síðasta tímabils og hefur verið án starfs síðan þá. Hann hefur ýjað að því að hann væri jafnvel hættur sem knattspyrnustjóri og sagðist að minnsta kosti ekki vera að taka við stjórn neins liðs í nánustu framtíð. Í morgun var hins vegar tilkynnt að Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull um áramótin. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Dortmund sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur verið álitinn goðsögn hjá stuðningsmönnum þýska liðsins eftir að hafa gert liðið að þýskum meisturum árin 2011 og 2012 en nú kveður við annan tón og stuðningsmenn Dortmund keppast við að svo gott sem afneita Klopp á samfélagsmiðlum. Ástæðan er innkoma Red Bull í knattspyrnuheiminn á sínum tíma. Drykkjarfyrirtækið keypti félagið SSV Markranstadt árið 2009 og breytti nafninu um leið í RB Leipzig. Í Þýskalandi kveða reglur á um það að félagsmenn þurfi að eiga að minnsta kosti 51% hlut í félaginu en fyrirtækið kom sér framhjá þeirri reglu. RB Leipzig var aðeins með 17 félagsmenn sem greiddu félagsgjöld og svo vildi til að þeir voru einnig starfsmenn Red Bull. Til samanburðar eru félagsmenn Dortmund tæplega 200.000 talsins. Segja Klopp hafa selt sál sína og nú sé loks hægt að loka kaflanum Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Given Borussia Dortmund's complete rejection of the Red Bull model of club whitewashing, and Jurgen Klopp's long history there, it's a bit disappointing and dispiriting to see him lead that project as its flagship employee.— Daniel Storey (@danielstorey85) October 9, 2024 „Nú getum við loksins lokað á Klopp-tímabilið. Engin frekari nostalgía sem truflar okkur í framtíðinni,“ skrifar einn stuðningsmaður á X og annar segir að „umræðuefnið Klopp sé nú í besta falli hluti af sögunni. Enginn frekari samanburður við Klopp, ekkert meira væl.“ Aðrir segja Klopp hafa selt heiður sinn og að þetta muni hafa neikvæð áhrif á starfsferil hans. „Þú gerir allt á ferli þínum og eiginlega allt rétt, bara til að selja sál þína í endamarkinu,“ skrifaði einn stuðningsmaður og ljóst að Klopp mun ekki fá blíðar móttökur næst þegar hann lætur sjá sig í Dortmund. Sjálfur segist Klopp vera spenntur fyrir áskoruninni en í samningi hans við Red Bull er klásúla um að hann losni frá skuldbindingum sínum standi honum til boða að taka við þýska landsliðinu.
Þýski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira