Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 08:33 Það er enn hægt að spila á Laugardalsvelli, þar sem Ísland hefur oft náð frábærum úrslitum, en KSÍ segir útilokað að þar verði spilað í mars. vísir/Hulda Margrét Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu eru í harðri baráttu í sínum fjögurra liða riðli, í B-deild Þjóðadeildarinnar, eftir sigur gegn Svartfjallalandi en tap gegn Tyrklandi ytra í september. Nú mæta þeir Wales á morgun og Tyrklandi á mánudag, og eru báðir leikirnir á Laugardalsvelli. Með því að taka 4-6 stig úr þessum leikjum ætti Ísland fína möguleika á að vinna sinn riðil, en riðlakeppninni lýkur með útileikjum við Svartfjallalandi og Wales í nóvember. Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Aðeins ef Ísland vinnur sinn riðil eða endar neðst í honum, spilar liðið ekki í tveggja leikja umspili í mars á næsta ári. Síðan We Global Football, sem sérhæfir sig í fótboltatölfræði, metur líkurnar 80% á því að Ísland endi í 2. eða 3. sæti síns riðils og fari því í umspilsleiki. Teams in the Nations League quarters or pro/rel playoffs will play Nations League matches in March, meaning no World Cup qualifiers until June. 8 League A teams have a 99%+ chance:🇵🇹 🇮🇹 🇫🇷 🇧🇪 🇩🇪 🇳🇱 🇪🇸 🇩🇰 League B/C/D most likely🇬🇷 Greece - 82.8%🇮🇸 Iceland - 80.4%🏴 Wales…— We Global Football (@We_Global) October 8, 2024 HM-umspil með sigri í riðlinum Sigur í riðlinum myndi koma Íslandi hjá því að spila umspilsleiki í mars, og jafnframt nær örugglega tryggja liðinu afar spennandi tækifæri sem felst í öðru umspili (í mars 2026), um sæti á HM 2026 í Norður-Ameríku. Liðið myndi reyndar ekki þurfa að nýta sér þetta tækifæri ef það kæmist svo beint á HM í gegnum undankeppnina á næsta ári, en það gæti reynst dýrmætt að hafa þessa varaleið. KSÍ meðvitað um stöðuna en engin ákvörðun tekin En ef að Ísland endar í 2. eða 3. sæti síns riðils þá þarf liðið að fara í umspilsleiki 20. og 25. mars, þar sem leikið yrði heima og að heiman. Liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr 3. sæti í A-deild, og því mögulega eitthvað stórlið, en liðið í 3. sæti í riðli Íslands gæti fallið því það fer í umspil við lið úr 2. sæti í C-deild. Liðið í 4. sæti fellur beint niður í C-deild og í því tilviki þyrfti ekki að spila heimaleik á Íslandi í mars. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið sé meðvitað um stöðuna. Fari svo að Ísland spili í umspili í mars verði ekki hægt að spila á Laugardalsvelli enda sé stefnt á að hefja brátt framkvæmdir þar, til að leggja blandað gras. Aðspurður hvort einhver möguleiki sé þá á að spilað yrði í umspili á Íslandi í mars, til að mynda á Kópavogsvelli líkt og Víkingur fékk leyfi til að gera í Sambandsdeild Evrópu í vetur, svarar Eysteinn: „Það er bara verið að vinna í því að skoða stöðuna og alla möguleika. Ekkert verið ákveðið ennþá.“
Hvað gerist ef Ísland endar í: 1. sæti: Ísland upp í A-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025. Miði inn í HM-umspilið í mars 2026 nánast tryggður, gerist þess þörf. 2. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 3. sæti riðils í A-deild, um sæti í A-deild. 3. sæti: Ísland í umspil í mars 2025 við lið úr 2. sæti riðils í C-deild, um sæti í B-deild. 4. sæti: Ísland fellur í C-deild Þjóðadeildar, og spilar í undankeppni HM í mars 2025.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira