Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 06:48 Jürgen Klopp naut gríðarlegra vinsælda hjá Liverpool enda batt hann meðal annars endi á þrjátíu ára bið félagsins eftir Englandsmeistaratitli. Getty/James Baylis Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að finna sér nýtt starf og það er hjá orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull, sem á knattspyrnufélög í nokkrum löndum. Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Frá þessu greindu meðal annars Sky og Bild í Þýskalandi og Red Bull hefur nú staðfest ráðninguna. Klopp mun taka við sem „alþjóða yfirmaður fótboltamála“ hjá Red Bull, og taka til starfa þann 1. janúar næstkomandi. Um langtímasamning er að ræða. Florian Plettenberg, fréttamaður Sky í Þýskalandi, segir að í samningnum sé hins vegar skýr klásúla um það að Klopp megi hætta hvenær sem er bjóðist honum að taka við þýska landsliðinu, þegar Julian Nagelsmann hættir. 🚨🧨 Excl | Jürgen #Klopp will become the new „Global Head of Soccer“ at Red Bull ✔️.. starting on January 1, 2025. Klopp has already signed a long-term contract. ⚠️ Additionally, Klopp has secured an exit option allowing him to become the head coach of the Germany national… pic.twitter.com/eBzXKSQ85V— Florian Plettenberg (@Plettigoal) October 9, 2024 Red Bull á félögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum þessum félögum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. Klopp hefur verið án starfs síðan í maí þegar hann kvaddi Liverpool eftir níu ár sem knattspyrnustjóri félagsins. Þar naut hann gríðarlegra vinsælda, rétt eins og þegar hann stýrði Dortmund árin 2008-2015 og Mainz þar áður. Þegar hann hætti hjá Liverpool kvaðst hann ekki ætla að þjálfa aftur á næstunni: „Ekkert félagslið eða landslið næsta árið. Ég get lofað því. Auðvitað geri ég samt eitthvað annað á einhverjum tímapunkti. Ég er of ungur til að fara bara í padel og leika við barnabörnin. Kannski finn ég eitthvað annað,“ sagði Klopp sem nú hefur fundið eitthvað annað.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira