Segja hermenn Kim líklega á leið til liðs við Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2024 19:32 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar sá fyrrnefndi heimsótti einræðisríkið í sumar. Þeir skrifuðu undir samkomulag sem ráðamenn í Suður-Kóreu segja marka hernaðarbandalag ríkjanna. EPA/VLADIMIR SMIRNOV Hermenn frá Norður-Kóreu verða líklega sendir til liðs við rússneska hermenn í Úkraínu. Sex hermenn frá einræðisríkinu einangraða eru þar að auki sagðir hafa fallið í eldflaugaárás í Úkraínu fyrr í mánuðinum. Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Varnarmálaráðherra Suður-Kóreu hélt þessu fram í dag en hernaðarlegt samstarf Rússlands og Norður-Kóreu hefur aukist til muna. Kim Yong-hyun, áðurnefndur ráðherra, sagði þingmönnum í Suður-Kóreu í dag að þar sem Vladimír Pútín og Kim Jong Un, einræðisherrar Rússlands og Norður-Kóreu, hefðu skrifað undir hernaðarsamkomulagt væri verulega líklegt að Kim sendi hermenn til aðstoðar Rússa, samkvæmt frétt Yonhap fréttaveitunnar. Sjá einnig: Kim lýsir yfir afdráttarlausum stuðningi við stríð Rússa í Úkraínu Ráðherrann sagði einnig að fregnir af mannfalli meðal Kóreumanna í Úkraínu væru líklega réttar. Kim Jong Un að skoða stórskotaliðshermenn í her sínum á dögunum.AP/KCNA Kyiv Post sagði frá því í síðustu viku að sex yfirmenn úr her Norður-Kóreu hefðu fallið í eldflaugaárás Úkraínumanna í Dónetskhéraði þann 3. október. Þrír Kóreumenn til viðbótar voru sagðir hafa særst í árásinni en leyniþjónusta úkraínska hersins hélt því fram í fyrra að takmarkaður fjöldi hermanna frá Norður-Kóreu hefði verið sendur til hernumdra svæða í Úkraínu. Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa um nokkuð skeið sent umtalsvert magn af hergögnum, og þá sérstaklega sprengikúlum fyrir stórskotalið, til Rússlands. Rússar hafa einnig notað stýri- og skotflaugar frá Norður-Kóreu til árása í Úkraínu.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Norður-Kórea Hernaður Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira