Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2024 07:02 Etihad-völlurinn er heimavöllur Manchester City. Hann heitir eftir flugfélaginu Etihad. MI News/Getty Images Englandsmeistarar Manchester City sem og forráðamenn ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu þykjast hafa haft betur í máli félagsins gegn deildinni er kemur að auglýsingatekjum. Ekki er um að ræða mál tengt 115 ákærunum á hendur Man City. Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Félagið kvartaði vegna tveggja hluta af APT-regluverki ensku úrvalsdeildarinnar. Regluverkið snýr að því að félög geti ekki gert óraunhæfa auglýsingsamninga við fyrirtæki í eigu eiganda sinna. Þannig skal hver samningur vera innan raunhæfra marka svo eigendurnir geti ekki dælt inn fjármagni í félag sitt í gegnum auglýsingasamninga og þannig komist framhjá FFP- og PSR-fjárhagsreglum. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að dómstóll hafi dæmt Man City í hag í málinu en enska úrvalsdeildin hrósar engu að síður sigri. Sky Sports greinir frá því að Man City hafi unnið málið og að félög deildarinnar muni funda vegna niðurstöðu dómsins í næstu viku. BREAKING: Manchester City have won their legal challenge against the Premier League's Associated Party Transactions (APT) rules 🚨 pic.twitter.com/3UoTMaALKI— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 7, 2024 Yfirlýsing ensku úrvalsdeildarinnar er á þá vegu að Man City hafi viljað umturna regluverkinu frá A til Ö en niðurstaðan sé sú að aðeins sé um að ræða lagfæringu á undirgreinum í annars flóknu regluverki. Sömuleiðis segir í yfirlýsingu deildarinnar að dómstóllinn hafi hafnað þeim rökum að APT-regluverkið mismunaði félögum þar sem rekja mætti eignarhald til Persaflóa. Englandsmeistararnir eru í eigu City Football Group ásamt fleiri liðum. Bakhjarl CFG er svo furstadæmið Abú Dabí en það er stærst af þeim sjö furstadæmum sem mynda Sameinuðu arabísku furstadæmin. Yfirlýsing Man City einblíndi á þá tvo hluti sem verður breytt í regluverkinu og þá sagði félagið það ljóst að enska úrvalsdeildin hefði misnotað stöðu sína. Club statement— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024 Það má því reikna með lagfæringu á regluverkinu en það stendur engu að síður og því geta félög ekki gert óraunhæfa samninga við fyrirtæki í eigu eigenda sinna.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira